Skátablaðið - 01.07.1948, Page 26
lítið tillit og unnt er til þess, hve fáir þeir
eru.
Þetta þykist Úlfljótur hafa gert eftir
beztu getu. Margir hafa líka metið starf
hans án hlutdrægni og eigingirni og stutt
hann á margan hátt og hefur það verið
flokknum mjög mikils virði.
ÚLFLJÓTUK FRAMTÍÐAKINNAK.
Flestir munu samþykkja, að Úlfljótur
hefur unnið skátahreyfingunni nokkurt
gagn með útgáfu bóka, sem hafa komið
skáturn að noturn og eru nauðsynlegar í
skátastarfinu. En hann hefur gert gagn á
annan hátt engu að síður.
Úlfljótur hefur sannað [>að með starfi
sínu, að það er tómlætið og kjarkleysið,
sem veldur mestu um kyrrstöðuna í svo
mörgum málurn skátahreyfingarinnar.
Úlfljótur hefur brotið ísinn og þess er
að vænta að einhver fylgi í kjölfar hans
eða ryðji leiðir á öðrurn vettvangi.
Á sviði bókaútgáfunnar bíða rnörg óleyst
verkefni, fleiri verkefni en svo, að hægt sé
að vinna þau öll sem frístundastörf.
Erlendis er útgáfa blaða og bóka önnur
meginfjárstoð skátabandalaganna, hin er
verzlun með bækur og aðrar skátavörur.
Hér hefur stjórn B.Í.S. ekki verið trúuð
á þessar fjáröflunarleiðir, enda ekki viljað
tefla í neina tvísýnu.
Nú hefur Úlfljótur sýnt og sannað með
starfi sínu, að einnig hér á landi er hægt
að reka bókaútgáfu innan skátahreyfingar-
innar taplaust og Skátabúðin í Skátaheimil-
inu hefur þrátt fyrir lélegan aðbúnað verið
rekin með ágóða um eins árs skeið.
Fulltrúaþing B.Í.S. hlýtur að endurskoða
afstöðu B.Í.S. til þessara mála og taka jrau
föstum tökum og byggja þannig upp fjár-
hagslegan grundvöll fyrir margt það, sem
hingað til hefur orðið að sitja á hakanum.
En framkvæmdirnar verða að vera djarf-
ar og markvissar. Bezt mundi vera að
Bandalag íslenzkra skáta setti á stofn bóka-
verzlun (sem ef til vill væri jafnframt
skátaverzlun) og hefðist jafnframt handa
um stórhuga bókaútgáfu, sem kærni í stað
og tæki við af Úlfljóti. Bókaverzlunin væri
svo miðstöð útgáfunnar, auk þess sem þar
væri afgreiðsla Skátablaðsins og foringja-
blaðsins.
Fyrir verzluninni þyrfti að standa ein-
hver áhugasamur maður, sem jafnframt
hefði á hendi reikningshald hennar. Þró-
unin er miklu lengri, en hér skal staðar
nurnið um sinn.
Þeir svartsýnu hrista höfuðið og vilja
bíða betri tírna, en bezti tíminn er ávallt
dagurinn í dag, því að hann er sá eini tími,
sem við vitum, að við höfum yfir að ráða.
3. júní 1948.
120
SKATABLAÐIÐ