Skátablaðið - 01.07.1948, Side 47
1941.
Eins og áður er sagt, hefst starfsemi skáta
á Úlfljótsvatni um vorið 1941, er Reykja-
víkurbær afhenti skátum jörðina um óá-
kveðinn tíma. Samdi B.Í.S. þá við Þorlák
Kolbeinsson um, að hann skyldi hafa ábúð
án annars endurgjalds en þess, að greiða af
henni lögboðin gjöld og gæta þeirra verð-
mæta, er skátar kynnu að eignast á jörð-
inni. Þá var einnig svo um talað, að ynnu
drengirnir hjá ábúanda, skyldi hann greiða
þeim hæfilega þóknun fyrir.
Telja má, að skátastarfsemin á Úlfljóts-
vatni hefjist 24. maí þetta ár, þegar nokkrir
skátar, flestir úr Skátafélagi Reykjavíkur,
fóru austur til þess að undirbúa og setja
upp tjaldbúðir, er standa áttu allt sumarið.
Að vísu hafði verið farið nokkrum sinnum
austur áður til þess að endurbæta þinghús-
ið, svo að þar væri afdrep í aftakaveðrum,
og einnig sáð í nokkur beð.
27. maí komu drengirnir, 9 talsins, 5
skátar og 4 ylfingar. Síðar um sumarið
komu fleiri, og vorum við flestir 14, en auk
þess dvöldu nokkrir skátar þar í sumar-
leyfum sínum.
Hér verður ekki fjölyrt meira um starfið
hið fyrsta sumar, en um það má lesa í Skáta-
blaðinu, 2. tbl., VII. árg., Drengjajólum
1941 og 1. tbl. 1942.
Þegar horft er um öxl til þessa sumars,
verður ljóst, að starfið á Úlfljótsvatni var
næsta fálmkennt, en þó mikils virði sem
undirstaða til þess að byggja á starfsemi
komandi ára. Eftir þetta sumar varð ljóst,
að óhugsandi var að reka þarna fjölmenn-
an skátaskóla nema til væru húsakynni til
matreiðslu og borðhalds, fyrir foringjabú-
staði og herbergi handa sjúklingum. Það
þurfti öflugri tjöld og rúmmeiri. Þá virtist
ákjósanlegt, að skátaskólinn ætti einhvern
bústofn, svo að bústörfin yrðu eðlilegri og
SKÁTABLAÐIÐ
fýsilegri fyrir drengina. Það er óneitanlega
skemmtilegra að reka sínar eigin kýr en
annarra, og vænlegra er til aukinna afkasta
við heyvinnu, að heyfengurinn sé eigin
eign.
Við allt starfið á Úlfljótsvatni þetta ár
sýndu reykvískir skátar mikinn skilning á
starfinu þarna eystra og studdu það með
ráðum og dáð. Rúmsins vegna er ekki hægt
að nefna nöfn allra þeirra, sem alltaf hafa
verið reiðubúnir að leggja fram krafta síria
í þágu Úlfljótsvatns. En ég get ekki stillt
mig um að nefna nöfn nokkurra skáta, sem
hafa þessi 8 starfsár alltaf verið fullir af
áhuga fyrir Úlfljótsvatni, og á hverju ári
fórnað tíma og vinnu fyrir skólann. Ber þar
fyrst að nefna bræðurna Þorstein og Svein-
björn Þorbjörnssyni og Björn Stefánsson,
sem allir dvöldu á Úlfljótsvatni um sum-
arið í leyfum sínum. Ennfremur Bendt
Bendtsen og Daníel Gíslason, sem báðir
miðluðu óspart af sinni löngu skátareynslu.
Og síðast en ekki sízt skátahöfðingjann,
sem fylgdist með starfinu af lífi og sál og
var jafnan driffjöðrin í öllu starfinu eystra.
1942.
Um veturinn fékk skátahöfðinginn Einar
Erlendsson húsameistara til þess að gera
teikningu að skátaskála á Úlfljótsvatni. 14.
apríl um vorið var skálanum valinn staður
og mælt fyrir honum, og daginn eftir hófst
vinnan við hann. Yfirsmiður var Þorlákur
Kolbeinsson, en skátar úr Skátafél. Reykja-
víkur unnu langtímum saman við bygging-
una í sjálfboðavinnu. Byggingarvinnan
gekk fljótt og vel, og var húsið vígt á ann-
an dag hvítasunnu, 25. maí. Um þá helgi
voru um 70 skátar og skátastúlkur á Úlf-
Ijótsvatni við ýmiss konar vinnu, s. s. skála-
byggingu, undirbúning undir sumarstarfið
og að mála að utan kirkjuna og bæjarhús.
141