Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 7
Pétur gat þá ekki orða bundizt: „Þú ert nú alveg ómögulegur. Hvað vill þá dreng- urinn hennar ömmu sinnar gera?“ „Ná í næsta strætisvagn og komast af stað.“ Þeir hlupu nú, náðu í næsta strætis- vagn, sem ók þeim beint út fyrir borgina, þangað sem þeir áttu að hefja leiðang- urinn. Leiðin lá í suður yfir fagurt landslag, kjarri vaxið og miðaði þeim vel áfram fyrri hluta dagsins. Sólin hvarf að vísu brátt bak við skýin en það var þó áfram þurrt. Þeir elduðu og átu sinn fyrsta máls- verð glaðir í bragði. Er þeir aftur lögðu af stað lá leiðin meðfram fjölfarinni götu, sem þeir fylgdu um mílu vegar. Er þeir voru í þann mund að krækja inn á mjóan stíg er lá frá götunni liægði stór vörubifreið skyndilega ferðina og staðnæmdist við hlið drengjanna. „Southester?“ spurði vagnstjórinn og hallaði sér út um gluggann. „Southester," endurtók Pétur liugsandi. „Já, það er stutt frá. En ég get ekki sagt um styztu leið nema að líta á kortið.“ „Þá skuluni við athuga það,“ segir Simmi og fer að huga að kortinu, en vagnstjórinn er þegar farinn að iða af óþolinmæði. „Nú, þið vitið það þá ekki,“ segir hann SKATABLAÐIÐ 3

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.