Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 5

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 5
5.—7. TBL., XXV. ÁRG. T959 RITSTJÓRI: INGÓLFUR ÖRN BLÖNDAL iSkátar a& verki AÐ liggur í augum uppi, að mest þörf er fyrir skátahreyfinguna í þeim lönd- um, sem skemmst eru á veg komin hvað menningu snertir og þar sem enn ríkir mik- il örbirgð og fátækt. í þessum löndum hef- ur það einnig sýnt sig, hvað gott þessi fé- lagsskapur getur látið af sér leiða og hvert gagn af honum er. Nýtur skátahreyfingin því sívaxandi vinsælda í löndum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. í þessum löndum er barizt við margs konar örðugleika og hættur, okkur ókunnar, meðan við og félag- ar okkar meðal þeirra þjóða, er lengst eru á veg komnar lieygja baráttu við ýmis þau vandamál er tækni, liraði og aðrar fylgjur nútíma menningar leiða af sér. Eins og menn hafa heyrt í blöðum og útvarpi var fyrir skömmu lokið byltingu á Kúbu eftir margra ára blóðuga uppreisn og baráttu landsmanna. í febrúarhefti World-Scouting, málgagni alþjóðabanda- lags drengjaskáta, er skýrt frá störfum skát- anna á Kúbu meðan á byltingunni stóð. UNDIRBÚNINGUR. Nokkrum mánuðum áður en byltingin liófst, en séð var að brátt mundi til skarar skríða, hófust skátarnir á Kúbu handa. Skipulögð var um allt landið áætlun, sem koma skyldi til framkvæmda, ef allt lenti í upplausn, landið yrði stjórnlaust og skát- anna þyrfti við. Leiðbeiningabæklingar voru sendir til skátaforingja hinna ýinsu héraða og æfingar stundaðar af kappi. Ákveðin verkefni voru falin hinum ýmsu sveitum skáta og rekka. I. JANÚAR 1959. Að morgni þess dags tilkynnti útvarpið, að foringjar einveldisins væru flúnir tir landi, ]j. á m. Batista einræðisherra. Frétt þessari fylgdi hin rnesta ringulreið og upp- lausn. Fagnandi lýðurinn streymdi um strætin meðan aðrir notuðu tækifærið til að ræna og rupla, eða vaða inn á heimili borg- aranna, þar sem fjár var von. Stjórn skáta- SKATAB LADIÐ 23

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.