Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 18

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 18
FERÐIR UTAN tAÐ er óskadraumur allra skáta að komast á skátamót erlend- is og auðvitað allra helzt á Jamboree. Margir bíða eftir til- kymungu í Skátablaðinu um, að nú verði haldið mót í þessu eða hinu landinu og að íslenzkum skátum sé boðið. Nú er það hins vegar svo, að Jamboree er aðeins haldið á fjögurra ára fresti og séu haldin önnur minni mót, þá komast þangað færri en vilja. Þeir, sem eftir sitja heima, hugsa þá e. t. v. með sér, að nú séu öll sund lokuð. Það sé óviðráðanlegt að fara upp á eigin spýtur, vegna kostnaðar, ókunn- ugleika og alls kyns annarra erfiðleika. En hvernig er viðhorfið hjá öðrum þjóð- um? Sért þú staddur t. d. í Englandi á járn- brautarstöð eða fjölfarinni götu, fer varla hjá því, að þú rekist fljótt á skáta frá ein- liverju nágrannalandinu, Frakka, Þjóð- verja, eða ef til vill Dana. Það úir og grúir af útlendum skátum, á þjóðvegunum, í borgarösinni, á söfnum og sýningum. Hvern- ig stendur á því að þeir geta veitt sér þetta? Eru þetta allt ríkisbubbar, sem geta leyft sér hvaða útgjöld sem vera skal. Nei, ríkja meðal annarra hjálparsveita og Hjálp- arsveitar Hraunbúa í Hafnarfirði, eins og verið hefur hingað til. Með skátakveðju. Guðjón Sigurjónsson sveitarforingi rannsakir þú málið nánar munt þú komast að þeirri niðurstöðu, að þeir eru eins og þú og ég, bæði hvað efni og menntun snertir. Þeir eru skóladrengir, verkamenn eða iðn- aðarmenn. Þú munt jafnframt komast að raun um, að þeir af þeim, sem vinna fyrir sér, fá í flestum tilfellum lægri laun en greidd eru fyrir sambærilega vinnu hér heima. Og þeir, sem enn eru í skóla, fá aðeins um 6 vikna leyti, sem þeir nota til íerðalagsins og hafa þar af leiðandi ekki tíma eða tækifæri til að vinna sér inn drjúg- an skilding við sumarvinnu, eins og íslenzk- ir námsmenn. Samt ferðast þessir skátar til útlanda, og það meira að segja ár eftir ár. Galdurinn er einfaldlega sá, að þeir ferð- ast sem skátar og aðrir e. t. v. sem farfugl- ar eða á vegum annarra ungmennafélaga, og þeir kunna að ferðast. Tökum dæmi og segjum að þýzkur skáti ætli sér að ferðast frá heimalandi sínu til Bretlands og síðan heim aftur að skólaleyfi loknu. Hann eyðir þá sennilega ekki krónu í ferðir áður en hann kemur að ströndum Ermasunds. Nei, hann annað hvort fer á reiðhjólinu sínu, eða bara á „puttanum" (sbr. mynd). Á leiðinni er gist á einhverju „ungmennaheimili“ (Jungendherberge, Youth Hostels), sem eru mjög víða. Þar kostar gisting ekki nema 1 þýzkt mark (3 sh) yfir nóttina og málsverð er hægt að fá enn ódýrari, en verða samt saddur af. Vana- lega er fjöldi skáta, farfugla og annarra ferðalanga þar saman komnir og á kvöldin sitja menn og rabba saman um viðburði lið- ins dags, syngja söngva og bindast vináttu- böndum. Heimili þessi eru flest rekin af liinu opinbera og umgengnisreglur ríkja jiar strangar, en jafnframt sannur félags og skátaandi. Ekki verður hjá því komizt, að kaupa far yfir hafið til Englands og er þá sótzt eftir sem hagkvæmustum kjörum, oftast á 36 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.