Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 22

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 22
40. §íðan VEizru... að B.Í.S. er að fá til landsins erlendar skáta- kvikmyndir, sem síðan verða lánaðar út til þeirra félaga, sem hug hafa á? — Hér er m. a. um að rtsða kvikmyndina um Jamboree 1957, mynd um alþjóða rekka- mótið í Voss, Noregi og fleiri myndir. að upplag bandaríska skátablaðsins „Boy’s Life“ er um 1 milljón og níu hundruð þúsund eintök? að það er ávallt mikill viðburður í sögu skátablaðsins, ef skátaforingja úti á landi dettur í hug að senda blaðinu efni? að félagsforingjaskipti hafa orðið í Kven- skátafélagi Reykjavíkur? Hefur Brynja Ólafsdóttir tekið við starfinu af Auði Garðarsdóttur. að stofnuð hefur verið Hjálparsveit skáta á Akranesi? Er okkur nú kunnugt um fjórar slíkar sveitir á landinu, en það er í Reykjavík, Hafnarfirði, á ísafirði og nú síðast á Akranesi. Foringi hinnar nýju sveitar er Þórarinn Ólafsson leikfimi- kennari. að íslenzkir skátar hyggja til tveggja hóp- ferða til útlanda í sumar? — 10 skátar frá Skátafélagi Reykjavíkur fara til Þýzka- lands í boði skáta, er dvöldust hér s.l. sumar. Einnig munu drengjaskátar frá Hafnarfirði og Reykjavík sækja mót í Danmörku. að von er á fjölda erlendra skáta til lands- ins í sumar? Er hér um að ræða skáta, er sækja munu landsmótið nyrðra: Eng- lendinga, Skota, Norðmenn, Svía og jafnvel frá fleiri þjóðum, drengi og stúlk-i ur. Einnig hefur stór hópur þýzkra skáta boðað komu sína. Heil sveit úr nágrenni Frankfurt, flokkur úr Rínar- löndum og þrír frá Wupperthal koma á ýmsum tímum frá júní til september. Bréf hefur borizt frá skátunum í Fær- eyjum og er jafnvel von á heilli sveit drengjaskáta J)aðan til íslands í sumar. HVAÐ ER ÞETTA? •vuSv jtj 44n qvuuv )u,oat/ Qtj? vlvij uxnjsam uivs ‘uplj wiuixS uvfv on.£ Á 13. HÆÐ Tveir þjófar, önnum kafnir í lióteli nokkrt’ erlendis, voru skyndilega truflaðir, er barið var harkalega að dyrum. „Opnið," var kallað hárri raust, „þetta er lög- reglan!" „Ja, hvað er til bragðs að taka?“ hvíslaði ann- ar þjófurinn. „Við verðum að stökkva út um gluggann," svaraði hinn. „En við erum á 13. hæð." Vinur minn, þetta er ekki stund til að vera . hjátrúarfullur." í Og síðan stukku þeir. 40 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.