Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 26

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 26
Skátaráðsfundur verður haldinn í skátaheim- ilinu í Reykjavík dagana 20.—21. júní n. k. B.Í.S. mun eiga 35 ára afmæli um þessar mund- ir eða 6. júní og nrun þess nánar minnzt í næsta blaði. Afmælishóf verður lialdið að kvöldi sunnudagsins 21. júní eftir skátaráðsfundinn. Fréttir frá skátastarfinu á Siglufirði. Það er kominn tími til þess, að ég láti ykkur heyra af starfi okkar hér, þó það sé ekki mik- ið og fjölbreytt, þar sem allt er á byrjunarstigi ennþá. En starfið hefur gengið að óskum og mikill áhugi ríkjandi ennþá og vonandi að það haldist. Stúlkurnar, sem teknar voru í félagið í haust s. 1. þegar félagið var endurvakið, tóku nýliða próf 7. og 8. febrúar. 22. febrúar var minnzt með skátamessu og þar unnu stúlkurnar og drengirnir heitið. Kirkjan var næstum fullset- in og fór athöfnin mjög hátíðlega fram. Skát- arnir gengu fylgtu liði undir fána til og frá kirkju. Strax eftir að stúlkurnar luku nýliðaprófi, var farið að læra undir 2. fl. próf, og eru flokks- æfingar einu sinni í viku hjá öllum flokkum, en á sunnudögum eru foringjafundir. Sveita- fundir eru hálfsmánaðarlega og svo verður sameiginlegur fundur hjá báðum félögunum í næstu viku, og verður hann lialdinn á kirkju- loftinu, þar sem við höfum haldið sveitafund- ina, en flokksæfingar hafa verið haldnar ýmist í húsnæði félaganna við Gránugötu eða heima hjá flokksforingjum. í byrjun marz, héldum við kökubazar, en það er algjör nýjung hér, svo við vorum voða spenntar að vita, hvernig gengi og jafnframt hræddar um að enginn myndi koma og kaupa, en ætluðum þá bara að selja fyrir „slikk“ þeirn sem vildu. En það kom nú ekki til þess, því að á fimm mínútum vorum við búnar að selja allt og horfðum bara á auð borðin. Þetta gekk allt svo vel, að við ætlurn að hafa kökubazar fljótlega aftur. Ágóðinn rennur í ferðasjóð fyr- ir skátamótið í Vaglaskógi í sumar. Það er mikill áhugi fyrir mótinu, en ég veit ekki ennþá endanlega hve margar við verð- um, sem förum. Með skátakveðju. Steinunn Rögnvaldsdóttir, félagsforingi. —„i,—„„—„■—1,„—„II—„„—„„—„„—„„—,i„—„„—„■—„„—„„—„„—„„—„I—iii.—„I—„„—„„—„„—1«—i."—„■— G. J. FOSSBERG, vélaverzlun h.f. Vesturgötu 3 - Reykjavik Alls honar verlcíæri og tælci til fárn- o£ véJsmíði 44 SKATABLÁÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.