Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 25

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 25
foringi, Ingólfur Örn Blðndal gjaldkeri og Ágúst Þorsteinsson ritari. Fylkjar: Kristinn Arason I. fylkir, Magnús Stephensen II. fylkir, Jón Mýrdal III. fylkir, Óskar Pétursson IV. fylkir og Guðmundur Pét- ursson V. fylkir. Deildarforingjar: Einar Logi Einarsson, Jóms- víkingar; Steinn Lárusson, Völsungar; Sævar Kristbjörnsson, Landnemar; Kjartan Reynisson, Vikingar, Jón Þorvarðarson, Skjöldungar; Aðal- steinn Hallgrímsson, Birkibeinar; Ingolf Peter- sen, Sturlungar; Óttar Októsson, Jórvíkingar; Páll H. Pálsson, Ernir, Yngri R.S.; Jón Odd- geir Jónsson, Væringjar. HIÐ GULLNA TÆKIFÆRI? B.Í.S. hefur nýlega borizt bréf frá bandalagi drengjaskáta í Bandaríkjunum. Þar segir frá boði bandarískrar skátasveitar til eins íslenzks skáta á aldrinum 14—17 ára til Bandaríkjanna. Sveit þessi mun greiða ferðakostnað fyrir gest- ina, þ. e. flugferð frá Keflavík og til vestur- strandar Bandaríkjanna, síðan ferðalagið yfir pvert landið til austurstrandarinnar. Dvalizt verður á stórum búgarði í Klettafjöllunum, sem er í eigu skátanna. Þetta er í fylkinu New Mexico og búgarðurinn heitir Philmont Scout Ranch og nær yfir gríðarmikið land- flæmi. Áætlað er að þarna verði dvalizt á tíma- bilinu 8.-24. ágúst n.k. Ekki er að efa að margir hafi hug á að taka þessu einstaka boði. Umsækjendur eru beðnir að stíla umsóknir sínar til skrifstofu B.I.S., en stjórn B.Í.S. mun síðan velja þátttakandann. Frestur er til 20. maí. FRÁ SKÁTASTARFÍNU Á AKRANESI. Um páskana var tekið í notkun viðbótarhús- næði, sem unnið hefur verið að s.l. ár. Er það viðbygging við skátahúsið, tvö sveitarherbergi, eklhús, W.C. og forstofa. Með þessu nýja hús- næði breytist aðstaða öll til hins betra og hægt er að segja upp leiguhúsnæði, sem notað hefur verið s.l. ár. Starfsemi félagsins hefur verið fremur góð í vetur. — Foreldrakvöld í Hótel Akranesi 22. febrúar var fjölsótt; þar var samankomið um 000 manns. Sýnd voru atriði úr skátastörfunum, einnig ýmis skemmtiatriði. Þá var haldið nám- skeið í Hjálp í viðlögum, jólatrésfagnaður, skemmtikvöld o. fl. Nýlega var stofnuð Hjálparsveit skáta á Akra- nesi. Stofnendur voru fimmtán skátar 18 ára og eldri. Sveitarforingi er Þórarinn Ólafsson, íþróttakennari I félaginu eru nú starfandi fjórar stúlkna- sveitir, þrjár drengjasveitir, Svannasveit, Rekka- sveit, tvær ljósálfasveitir og ylfingasveit. Félagsforingi er nú Þorvaldur Þorvaldsson kennari. Boð til Sviþjóðar. íslenzkum kvenskátum er boðið á skátamót í Svíþjóð á þessu sumri. Mót þetta er haldið dagana 1.—10 ágúst n. k. á fögrum stað um 35 km frá Gautaborg. Mótsgjald er 70 sænskar krónur og er ferð um nágrennið innifalin. Þeir, sem hug hafa á þátttöku sæki um til B.S.Í. fyrir 15. maí. Þannig safnar skátasveit tjaldhœlum frá útileg- um og sumarbúðum, sem hún hefur tekið þátt i og hengir upp i sveitarherbergið. SKATABLAÐIÐ 43

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.