Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 24

Skátablaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 24
AÐaLKJNDUR skátafélags REYKJAVÍKUR var haldinn 5. og 8. apríl s.l. Fara hér á eftir nokkrar tilvitnanir í starfsskýrslu stjórnar S.F.R., sem lögð var frani á fundinum. Skýrslan sýnir Ijóslega hvílíkur þróttur er í starfi félagsins. Félagatal: 336 ylfingar, 622 skátar, og 226 R.S.-skátar og Fjallarekkar, sem skiptast í: 10 deildir, 24 skátasveitir, 9 ylfingasveitir, 6 R.S.- og Fjallarekkasveitir, 88 skátaflokka, 14 R.S.- og Fjallarekkaflokka. Félagsstarf: Haldnir voru 14 foringjaráðsfund- ir og 2 félagsfundir Að venju var haldinn varðeldur 22. febrúar í Skátaheimilinu. í marz var Skátaskemmtunin haldin þrisvar í Reykjavík og þrisvar utanbæjar. Hátíðahöldin 1. sumardag voru þau fjölmenn- ustu, sem haldin hafa verið. Skipta varð með- limunum í tvo hópa og fóru ylfingar í Fríkirkj- una, en skátar í Dómkirkjuna. Félagið tók að venju þátt í hátíðahöldunum 17. júní með fána- sveit sinni. Fjallrekkamót S.F.R. var haldið í júní, og virt- ist þátttaka ætla að verða góð, en er mótsdagur- inn nálgaðist, kornu fram talsverð vanhöld, þannig að 30 sóttu mótið. Arangur af mótinu var ágætur. í ágúst fór fram félagsmót í Þjórsár- dal. Á mótið komu auk meðlima félagsins 10 þýzkir, 23 enskir og 14 bandarískir skátar, sem voru hér á vegum félagsins. Góður árangur náð- ist á mótinu. Meðlimir félagsins tóku þátt í hinu árlega haustmóti Héraðssambands Árnes- sýslu. Þá var meðlimum félagsins boðið í heim- sókn til bandarískra skáta á Keflavíkurflugvelli. Ýmsir félagsmeðlimir ferðuðust og dvöldust er- lendis og heimsóttu erlend skátafélög bæði vest- an hafs og austan. Farin var ein ylfingaferð á vegum félagsins. Svo mikil þátttaka var í skálaferðum félagsins allt árið, að fá varð að láni skála Hafnarfjarðar- skátanna, þrátt fyrir að einni deildinni hafi hlotnazt föst afnot að skála í Henglafjöllum, sem kallaður er K-16. Vetrarstarfið hófst í októ- ber með innritun. Félagið stóð fyrir Skátakaffi 2. nóvember í Skátaheimilinu. Hlutavelta var haldin á vegum félagsins. Væringjar héldu upp á 30 ára afmæli sitt og voru þá 24 Væringjar sæmdir sæmdir sérstöku heiðursmerki S.F.R., sem gert var í tilefni af afmælinu. Unnið var við undirbúning sýningar Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur „Með eigin hönd“ og önn- uðust meðlimir félagsins uppsetningu tveggja tómstundaherbergja á sýningunni, og voru þau félaginu til mikils sóma. Jólahappdrætti fór fram í desember. Safnað var fyrir Vetrarhjálpina að venju. Merki voru seld til ágóða fyrir B.Í.S. Námskeið í hjálp í viðlögúm var haldið á veg- um félagsins. Hjálparsveit skáta starfaði eins og undanfarin ár. Á árinu voru gerðar teikningar af Skátaheimili Vesturbæjar og áætlanir um bygg- ingarframkvæmdir. Tekin voru í notkun ný deildarmerki sam- kvæmt hverfaskiptingu félagsins og var sala á þeim hafin í nóvember, en samt sjást ennþá nokkrir meðlimir án þeirra. Á árinu voru eftir- taldir meðlimir félagsins sæmdir heiðursmerkj- um og viðurkenningum: Franch Michelson — Þórshamar, Jóhann Sveinsson — 15 ára lilju, Ágúst Þorsteinsson — 5 ára lilju, Magnús Steph- ensen — 5 ára lilju og Sævar Kristbjörnsson — 5 ára lilju. Fálkaflokkurinn í Landnemadeild hlaut útilegubikar S.F.R. Þrír meðlimir félagsins létust á árinu, þeir Dr. Helgi Tómasson, skátahöfðingi, Októ Þor- grímsson, gjaldkeri og Guðmundur Magnússon, skálavörður. Félagið aðstoðaði við útför þeirra. Stjórn S.F.R. skipa nú: Hörður Jóhannesson félagsforingi, Guðmundur Ástráðsson aðst.félags- 42 S KATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.