Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 13
F oríng jaTbókín NÝLEGA hefur Bandalag ísl. skáta gefið út nýja handbók fyrir skáta- foringja. Er ángæjulegt að Banda- lagið skuli hafa ráðizt í þessa útgáfu, því nokkuð er langt síðan að foringjahandbók sú, sem skátaflokkdrinn Úlfljótur gaf út, varð ófáanleg. Þorvaldur Þorvaldsson, kennari, tók sam- an efni Foringjabókarinnar fyrir hönd B.Í.S., og verður ekki annað séð en að honum hafi farizt það verk vel úr hendi. Bókin er að mestu leyti byggð á bók Úlf- ljóts, Skátastörf, sem áður er minnst á, en bó ýmsu sleppt úr, en öðru aukið í. í bók- inni er mikill fjöldi mynda til skýringar efninu. Foringjabókin mun vissulega koma flokksforingjum og einnig æðri foringjum að góðum notum. Þar er að finna hinar margvíslegustu leiðbeiningar, hvernig þeir geta með sem beztum árangri kennt hin ýmsu skátapróf með leikjum eða á annan hátt. Þegar flokksforinginn skipar í embætti innan flokksins, ætti liann að líta í For- ingjabókina, þegar hann ætlar með flokk- inn í útilegu, finnur hann þar lífsreglurnar, hann stóð upp. „En hún verður ágætur veiðihundur fyrir þig.“ „Þegar ég fæ byssuna, pabbi,“ sagði Dain, og þeir hlógu báðir. Það rættist nú bara blessunarlega úr þessu öllu. Þetta yrðu líklega ágæt jól, þegar öllu væri á botninn hvolft, hugsaði Dain, þegar hann heyrði föður sinn leiða Lösku niður stigann. Eysteinn Sigurðsson þýddi úr ensku. þegar sveitarforinginn boðar til fundar finnur hann þar ábendingar um dagskrána og þannig mætti lengi telja. Bókin er prentuð hjá Setbergi s.f. og bundin í plastkápu, þannig að foringinn getur borið hana í vasanum án þess að eiga það á hættu að eyðileggja hana. Eins og áður er getið hefur verið vöntun á leiðbeiningabók fyrir foringja og hér er hún komin. Félagsforingjum skal bent á, að útgáfa slíkrar bókar hefur í för með sér ærinn kostnað fyrir B.Í.S., sem treystir því, að bókin verði notuð af sem flestum. Ættu félagsforingjarnir því að benda undirmönn- um sínum á að eignast bókina sem fyrst. Að síðustu viljuni við taka undir með Jónasi B. Jónssyni, skátahöfðingja, þar sem hann segir í formála bókarinn: „Ég vona, að Foringjabókin megi gera tvennt í senn: veita haldgóða fræðslu um flokks- og sveitar- störf; — auka þann manndóm og þá ábyrgð- artilfinningu, sem nauðsynleg er hverjum þeim, sem tekur að sér foringjastörf.“ SJÓSKÁTASTARF 50 ÁRA Nýlega var víða um lönd haldið hátíðlegt 50 ára afmæli sjóskátastarfsins. Sjóskátastarf virðist aldrei hafa náð öruggri fótfestu hérlendis, þó skotið hafi upp kollinum :flokkar skáta hér og þar á landinu, sem hafa nefnt sig sjóskáta. Þessir flokkar hafa starfað um nokkurt bil en síðan lognast út af. Minjar um einn þessara hópa er sérstakur bátssjóður sjó- skáta í vörzlu Skátafélags Reykjavíkur. Hvernig væri ef einhverjir stofnuðu nú almennilegan sjóskátaflokk í tilefni 50 ára afmælisins Séu starfandi slíkir flokkar einhvers staðar á land- inu, þá þætti okkur gaman að heyra frá þeim. SKATABLAÐIÐ 69

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.