Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 20
JÓN ODDGEIR JÓNSSON: Kennslustund hjá Davíö Sch. Thorsteinsson Lœknirinn, sem hóf merkilega starfsemi eftir að hann varð sex- tugur og búinn að gegna erfið- um lœknaliéruðum i 36 ár. ÐALSTOÐ sérhvers æskulýðs- js4 félagsskapar er sú, að þeir 'öfr hinir eldri og reyndari vilji ljá æskunni leiðsögn sína. Oft hefur það viljað brenna við innan skátafélagsskaparins, bæði hér og erlendis, að hópur áhugasamra drengja hefur ekki getað stofnað skátasveit eða flokk, vegna þess að þá vantaði forystuna — forystu full- orðins manns, er leiða vildi starfið. oft hefur það einnig hamlað framhalds- kennslu í einstökum fræðslugreinum, sem skátar leggja áherslu á, t. d. hjálp í viðlög- um, að leiðbeiningar þeirra, er meira vissu, vantaði. Sá maður, sem mest hefur fyrir skáta gert, í þeim fræðum er vér nefnum hjálp í við- lögum, er efalaust Davíð Sch. Thorsteins- son læknir. Árið 1917 fluttist hann til Reykjavíkur. Var hann þá kominn á sjötugsaldur og hafði verið héraðslæknir í erfiðum læknishéruð- um vestanlands í 36 ár samfleytt. Flestir munclu álíta í hans sporum eðli- legast að setjast í helgan stein — hvílast eftir erfitt og merkilegt lífsstarf. En í þess stað hefst nýr og merkilegur þáttur í lífsstarfi Davíðs Sch. Thorsteins- sonar. Hann byrjar að vekja almenning til umhugsunar, í ræðu og riti, um hið mikla nauðsynjamál, að ef slys beri að höndum, sé hverjum manni skylt að kunna hin al- gengustu og einföldustu ráð til hjálpar, þar til náist í lcekni. Og hann byrjar á hinum rétta vettvangi — meðal æskunnar. Ári síðar en hann flyzt til Reykjavíkur er hann byrjaður að kenna af fullu fjöri, stórum hópi skáta, hin merkilegu fræði að geta veitt sjálfum sér og öðrum hjálp, ef slys beri að höndum. Ég var einn þeirra mörgu skáta, er naut kennslu og leiðbeininga Davíðs Sch. Thor- steinssonar. Aldrei munu mér líða kennslu- stundir hans úr minni. Við hvert orð — hvert handarvik — hins reynda læknis, luk- ust upp fyrir oss nýir leyndardómar. Svo lifandi og eðlileg var kennsla hans, að ekki var hœgt annað en að taka eftir og læra. Seint mun ég gleyma þeirri eftirvænt- ingu, er vaknaði í brjóstum okkar drengj- anna, þegar læknirinn sagði í byrjun einn- ar kennslustundarinnar, að nú ætti að taka fyrir hvernig lífga mætti menn úr dauða- dái, menn, sem t. d. hefðu verið dregnir upp úr sjó eða vatni og litu út sem dauðir væru. Hvernig í ósköpunum skyldi nú læknir- inn fara að því, hugsaði ég með sjálfum mér og datt í hug þjóðsögurnar um það, þegar menn voru vaktir upp frá dauðum. — Varla mundi hann fara að kenna okkur að vekja upp drauga, og það í sjálfu K.F.U.M.-húsinu. (Við höfðum þá æfingar í kjallara K.F.U.M.-hússins.) En lausnin 76 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.