Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 24

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 24
hendur sínar skjálfa, — hann hafði ekki lengur fullt vald yfir byssunni. .. Hundur- inn leit á hann, og virtist hvorki botna upp né niður í húsbónda sínum. Hann var bersýnilega orðinn óþolinmóður. Hægt lyfti maðurinn byssunni, — hugsunin um fólkið heima þvingaði hann. — Hann sá fyrir sér fátæklega stofuna, tekin andlitin, — sljó og soltin börnin ... Við j>essa hugsun hvarf honum allt hik, hann lagði byssuna að öxl sér, — og hleypti af... Skotið bergmálaði í hlíðunum umhverfis. Kýrin féll, — sparkaði út í loftið og reyndi að standa upp aftur, en megnaði það ekki. Fjörbrotin minnkuðu, og að lokum gengu aðeins daufir kippir gegnum skrokkinn, — síðasti dauðakrampinn. Þarna lá hún graf- kyrr með höfuðið þrýst niður í mosann, — með dökkt, storkið blóð í öðru munnvik- inu. — Og sál hennar hafði nú flutzt yfir í hinar eilífu, friðuðu fjallalendur, þar sem hvorki ferfættir né tvífættir blóðhundar gátu ofsótt hana lengur. En hundurinn snuðraði kringum dauðan skrokkinn, teygði síðan trýnið upp í loftið og spangólaði sigri hrósandi. En þegar hann loksins þagnaði, heyrði Knútur skrjáfið í kjarrinu, þar sem kálfurinn hraðaði sér burtu á flótta . .. E)júpt hugsandi blés hann púðurrykið úr byssuhlaupinu . .. Nóttin lá yfir fjallinu. Myrkrið hafði tekið öll völd, — alls staðar nema inni við Svörtutjörn, þar sem lítið bál logaði syfju- lega. Knútur starði þreyttur inn í eldinn. Hundurinn var á vakki um rjóðrið og nið- ur við vatnið, sem þungbúið og dimmt bár- aðist við ströndina. Vindinn hafði lægt, og öðru hverju blikaði á stjörnu yfir hæðar- brúnunum. Knútur var þreyttur og hefði feginn viljað sofna, en hann sá stöðugt greinilega fyrir sér biðjandi augu kýrinnar, angistarfull og sárbænandi, og þau vörnuðu honum hvíidarinnar ... Bara að þessi kol- dimma nótt væri liðin, svo að hann gæti lagt af stað heim. Hann fann ónotin stöð- ugt ná meira og meira valdi yfir sér ... Það skrjáfaði svo einkennilega í skógin- um. Kannski var það elgkálfurinn móður- lausi? ... Hann vissi ekki hvers vegna, en hann fann allt í einu skjálfta fara um allan líkama sinn, alveg eins og þegar hann hafði elgskúna í skotfæri og byssuna miðaða í fyrsta sinn. Hann fékk einhvers konar hug- boð um að eitthvað illt mundi eiga sér stað, — honum fannst sem úti í myrkrinu væri eitthvað, sem sæti um hann — reiðubúið til að kasta sér yfir hann ... Hann varð hrædd- ur, þorði ekki einu sinni að leggja meiri við á eldinn, sem var farinn að kulna. Hann þorði næstum ekki að hreyfa sig hið minnsta, — hann sat sem lamaður af óskilj- anlegri hræðslu . . . Hann reyndi að herða sig upp, Hrista þennan ótta af sér og lyfta af sér okinu eins og í gamla daga, þegar hann barðist við björninn með berum hnefunum og tyg- ilhníf sinn einan vopna... — Var hann hræddur? — Ónei, hafði hann ekki dvalizt á fjallinu aleinn í miklu meira myrkri en nú?.. . En hann skikli ekki, hvernig á því stóð, hræddur var hann og hélt áfram að vera það, hvernig sem hann reyndi að telja í sig kjarkinn. Nú heyrði hann hund- inn urra lágt. Var þá eftir allt saman eitt- hvað á seiði? — Hann leit upp, — og þarna, — á grasbakka út við vatnið — stóð elgur. Dreymdi hann, eða sá hann sýnir? Hann kleip sig fast i handlegginn, — en þetta var elgskýrin, seni stóð þarna ennþá grafkyrr, — kolsvört, þar sem hana bar við fyrstu dagskímuna á himninum .. . Hann stökk á fætur. — Hann þekkti hana, sá brostin aug- un, skotsárið á síðunni og blóðið í munn- vikinu . .. Sem magnþrota stóð hann og 80 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.