Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 32

Skátablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 32
alþjóðaráðstefnu kvenskáta til umræðu og ákvörðunar. En eins og við vitum, eru þegar nokkrar þjóðir með sameiginleg bandalög, m. a. ísland, Indland og ísrael. Framtíðaráætlanir eru margar, m. a. að taka þátt í móti UNESCO (Menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu jtjóðanna), þar sem jsátttak- endur ættu kost á gagnkvæmum kynnum aust- rænna og vestrænna menningarverðmæta. Alþjóðaerindrekaráðstefna verður haldin að Our Chalet, æfingamót fyrir jtá foringja, sem vinna fyrir bæklaða skáta, og ýms önnur for- ingjamót. Einnig var mikill áhugi fyrir að hafa alheimsmót í náinni framtíð. Akveðið var að Quo Vadis ráðstefnan yrði óskiptur hluti af næstu alþjóðaráðstefnu. Mikill áhugi var hjá sumum Evróupþjóðum fyrir því, að haldið yrði Evrópumót, 5 daga mót, þar sem ábyrgir for- ingjar, eingöngu úr Evrópu, ræddu sín vanda- mál; það gæti styrkt starfsemina. Ákveðið var, að hver fulltrúi ræddi það lieima í sínu banda- lagi og léti vita um undirtektir fyrir 1. nóv 1960. Þau lönd, sem bjóða dvalarstað fyrir mótið eru: Our Chalet í Sviss, Foxlease í Englandi og Italía. Allir fulltrúar voru sammála um það, að er- indrekstur væri ákaflega mikilvægur og ætti að efla hann á alla lund. Ákveðið var að skipta um káputeikningu á The Counsel Fire og leggja enn meiri áherzlu á vekjandi og fræðandi grein- ar um skátamál. Japan sótti um full réttindi innan heims- bandalagsins, og var umsóknin samþykkt ein- róma, enda mjög gott skátastarf þar. Svo ánægð- ir voru fulltrúarnir, að þær grétu af gleði. Samþykkt var að veita 250 pund úr „Thinking day“-sjóði til styrktar landflótta kvenskátum, sem leitað hafa hælis í Grikklandi. Mér fannst fundarsetan stundum dálítið Jrreytandi. Eg varð alltaf að sitja, en Jregar fleiri fulltrúar eru frá hverju landi, geta þeir skipzt á. Á kvöldin fengum við oft að sjá kvik- myndir. Við sáum kvikmyndir frá alheimsmót- unum þrem 1957, mjög góða mynd úr þjóðlífi og sögu Grikkja og síðast, en kannski ekki síst, skátakvikmynd frá fslandi, tekna í tilefni af komu L. B. P. 1956. Eitt er víst, að flestir full- trúar komu til mín á eftir og Jtökkuðu mér með handabandi fyrir að ég skyldi hafa komið með hana. — Annars byrjaði sýningin ekki vel hjá mér. Þegar ég var að byrja að útskýra myndina, hentust margir smávaxnir, íslenzkir hestar yfir sýningartjaldið, og fjörgamlir íslenzkir bændur sundriðu straumharðar ár. Mér brá ónotalega í brún, en jafnaði mig fljótt og sagði, að það gæti verið að ég hefði tekið skakka mynd með mér, en þetta væri þó að minnsta kosti íslenzk mynd. Allar fóru að skellihlæja og virtust vera hinar ánægðustu, en ég þurfti ekki að vera svona áhyggjufull, Jrví að eftir dálitla stund kom hin eiginlega skátamynd í Ijós. Þetta hafði bara verið aukamynd. Eitt kvöldið heimsótti okkur stór sýninga- flokkur og dansaði hann marga gríska þjóðdansa okkur til mikillar ánægju. Annað skipti heim- sótti okkur grískur svannahópur. Hann kom frá þjónustumóti (service camp), sem haldið var á sama tíma og alþjóðaráðstefnan og voru tjald- búðirnar stutt frá. Þetta mót sóttu svannar víða að úr Grikklandi. Þær höfðu til sýnis ýmislegt úr atvinnulífinu, sem er mest einkennandi fyrir hvert hérað fyrir sig. Gaman var að heyra þær segja frá starfseminni. þarna læra þær t. d. heimilishjúkrun, ungbarnameðferð, saumaskap og að útbúa ýmsa gagnlega hluti. Seinna fara þær og tjalda í nágrenni við eitthvert smáþorp- ið og miðla af þekkingu sinni og gefa það, sem þær hafa útbúið o. m. fl. íbúum þorpanna til gagns og gleði. En þess ber að gæta, að erfið- leikar eru víða miklir í Grikklandi og hætt er við að almenn velmegun eigi þar langt í land. Nú verð ég að fara fljótt yfir sögu, en þó get ég ekki lokið við þessa grein án þess að minnast einhvers af öllu því, sem Grikkir gerðu okkur til yndisauka. — Eitt kvöldið fórum við upp á Akropolishæð í glaða tunglskini (Acropolis by moonlight). Þar gat að líta rústir af hofum, lif- andi minningar hins löngu liðna tíma. Þar sem ég stóð þarna, fannst mér mig vera að dreyma. Mér hefði næstum ekki komið á óvart þótt ég hefði séð Sókrates eða Platon ljóslifandi fyrir framan mig. Með sjálfri mér óskaði ég, að það væri ekki alveg svona langt síðan ég hefði lesið um fornsögu Grikkja. En Grikkir hafa ekki gleymt sínum forfeðrum frekar en við fslend- ingar okkar. — Konungshjónin buðu öllum hópnum til hallarinnar einn daginn til mið- degisverðar. Mikið var nú hlakkað til og mikið var gaman, enda stendur maður ekki á hverjum degi augliti til auglitis við svo tigið fólk, hvað þá heldur að maður fái tækifæri til þess að tala við það. En það bezta af öllu var, hve eðlileg og alúðleg þessi fjölskylda virðist vera. Konungs- 88 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.