Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Side 8

Skátablaðið - 01.12.1972, Side 8
1912 Skátafélag Reykjavíkur (eldra) stofnað 2. nóvember, og starfar til 1917. 1913 Væringjar stofnattir innan K.F.U.M. í Reykjavík 23. apríl (Sumardaginn fyrsta). Hópur danskra skáta kemur til Tslands og ferðast um landið. 1914 Skátafélag Reykjavíkur gefur út blaðið „Skátinn" 1916 Væringjar gefa út blaðið „ Liljan” Skátafjöldi 80 (drengir). 1917 Skátasveit Akureyrar stofnuð 22. maí. 1919 r.S.Í. gefur út „ Handbók fyrir skátaforingja”Akureyrarskátar gefa út blaðið „ Sumarliljan!* 1920 Skátafélagið Birkibeinar á Eyrarbakka stofnað. Skátafélag stofnað á Seyðis- firði. Þátttakendur í Þingvallaferð 1916. Hafnfirðingar á Landsmótinu 1925 Frá Landsmóti skáta í Þrasta- skógi 1925. 1921 Væringjar taka Lækjarbotnaskálann (gamla) í notkun. Skátasveitin „ fsbirnir” stofnuð á Akureyri. 1922 Kvenskátafélag Reykjavíkur stofnað 7. júlí. 1923 Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri, stofnuð 2. apríl. 1924 Skátafélagið Ernir, Reykjavík, stofnað. Tslenzkur skáti, Sigurður Agústsson, tekur þátt í Jamboree í Danmörku. Bandalag ísl. skáta talið stofnað 6. júní, og viðurkennt af Alþjóðabandalagi skáta sama ár. 1925 1. landsmót skáta haldið í Þrastaskógi. Ylfingastarfsemi byrjar. Haust- leikamót skáta haldið í Reykjavík. Skátafélag stofnað í Hafnarfirði 22. febr. Kvenskátafélag stofnað í Hafnarfirði. 1926 Sigurður Agústsson fer með skátaflokk til Ungverjalands (fyrsta utanlands- ferð ísl. skáta). Haustleikamót skáta haldið í Hafnarfirði. Skátafélagið Væringjar, Akranesi, stofnað 13. maí. Skátafjöldi 397 (drengir). Væringjar, Reykjavík, gefa út blaðið „ Liljan” 1927 Fyrsti aðalfundur Bandalags ísl. skáta haldinn 17. júní. Axel V. Tulinius kjörinn skátahöfðingi, og samþykkt lög fyrir bandalagið. ) 1928 2.1andsmót skáta haldið í Laugardal. Rover skátar hefja starf 23. nóvember. Merkjasala í fyrsta sinn og árlega síðan. Skátafélagið Einherjar, Tsafirði, stofnað 29.febrúar. Kvenskátafélag Akraness stofnað 25. marz. Kvenskáta- félagið Valkyrjan, fsafirði, stofnað 17. maí. Ernir hefja útgáfu blaðsins „ Skátinn” Skátafélagið Smári starfar á Siglufirði. Fyrsta hjálp í viðlögum námskeið fyrir skáta á Tsafirði, haldið af Davíð Sch. Thorsteinssyni. 1929 2. aðalfundur B. í. S. Kvenskátafélagið Valkyrjur, Siglufirði, stofnað 2. júní. Sigurður Agústsson fer í kennslu- og eftirlitsferð til félaganna á Vestur- og Norðurlandi. Tekinn upp sami búningur fyrir öll drengjafélög landsins. fs- lenzkir skátar taka þátt í Jamboree í Englandi. Skátafélagið Andvarar, Sauð- árkróki, stofnað 22. marz. Einherjar, Tsafirði, reisa útileguskála sinn, Valhöll, í Tungudal. Skátafjöldi 429 (drengir). 1930 3. landsmót skáta haldið á Þingvöllum. Skátar veita mikilsverða aðstoð við framkvæmd Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum. B. f. S. fær 500 kr. styrk frá Alþingi samkvæmt umsókn. B. f. S. gefur út Skátabókina. Einherjar gefa út blaðið „ Varðeldar” Valkyrjur, ísafirði, hefja byggingu útileguskála síns, Dyngju. 1931 3. aðalfundur B.í. S. Skátaheimili reist á Akranesi. fslenzkir skátar sækj,a mót að Kullen í Sviþjóð. Skátafélög stofnuð á Seyðisfirði og Norðfirði. Hendrik Thorarensen sækir alþjóðaráðstefnu í Vínarborg. j 1932 Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri, endurreist 20. júní. Ríkisstyrkurinn lækkaður í 100 kr. vegna kreppu í landinu. Skipunarbréf gefin út í fyrsta sinn. fslenzkir skátar sækja mót að Mandal í Noregi. Rekkasveitin Fákar stofnuð á Akureyri 17. marz og reisir útileguskála, Fálkafell. 1933 4. aðalfundur B.f. S. 22 íslenzkir skátar sækja Jamboree í Ungverjalandi. Enskur skátaforingi, Mr. Reynolds, kemur til fslands og kennir undir Gilwell próf. Skátafélagið Völsungar, Sandi, stofnað. Skátafélagið Samherjar, Eski- firði, stofnað 31. október. 8 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.