Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 30

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 30
UPPBYGGING VARÐELDS. Veljið skjólgóðan stað, sem er hæfi- lega stór fyrir þann fjölda, sem áætl- aður er að sæki varðeldinn, alls ekki of stóran. Hafið bálköstinn tilbúinn, er skátar koma til varðelds. Verið búin að undirbúa dagskrá, með vígslu elds, söngvum, leikjum, leikþáttum, rólegri stund í lokin, og síðast en ekki sízt, skemmtilegum skátahrópum. Varðeldastjórinn verður að geta stjórnað söng, (eða útvega sér aðstoð við það), vera ófeiminn og tala hátt og skýrt. Æskilegt er að hann sé í varð- eldaskikkju og leiki á eitthvert hljóð- færi, t.d. gítar. Varðeldurinn má ekki standa lengur en eina og hálfa klukku- stund. Til eru nokkrar bálbænir, sem eru ágætar, en einnig erhægt að kveikja í eldinum með því að nokkrir skátar (1 úr hverjum flokki) komi með logandi kyndla og leggi í eldinn, eða að logandi kyndill er bundinn í snæri og látinn renna niður í eldinn. Söngvar þurfa að vera af öllum teg- undum, gamlir, góðkunnir söngvar, en einnig væri æskilegt að kenna 1-2 söngva á hverjum varðeldi, og munið að láta fólk taka með sér söngbækur. Agætt erað úthluta fjölrituðum blöð- um með þeim söngvum, er þið ætlið að kenna á varðeldinum. Keðjusöngvar hleypa kappi og fjöri í fólk, og margir eru til mjög skemmtilegir. Ef kalt er í veðri, verður varðeldastjórinn að grípa til einhverra söngva með hreyfingum, t. d. höfuð, axlir, hné og tær, hoki, poki, og fleiri. í lok varðeldsins ber meira á rólegum söngvum, og næst þá oft upp góð stemning. Leikir. Ýmiss konar keppnir, t. d. á milli félaga, sveita eða flokka, eru skemmtilegar. Þetta geta verið boð- hlaup, orðaleikir, þættir úr skátapróf- um, spurningaþættir, danskeppnir o.s. frv. Gott er að hafa þetta í léttu formi. Sígilt er orðið hjá skátum að úthluta verkefnum til þátttakenda stuttu fyrir varðeldinn. Er þá lítill tími til undir- búnings,og atriðið verður eftir því, oft fremur lélegt. En við fslendingar eig- um mörg gömul kvæði, sem hvert mannsbarn lærir í barnaskóla, t. d. eru mörg kvæði eftir Davíð Stefánsson, sem er auðvelt að búa til atriði úr, svo sem Bréfið hennar Stínu, Sálin hans Jóns míns, o.fl. En þá verður að vera góð- ur upplesari til staðar. 30 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.