Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 17
HANNA LÍSBET KATRIN GU'ÐMUNDS Er skátastarfs þörf í nú- tíma þjóðfélagi? Ég tel að skátastarf eigi alveg eins mikinn rétt á sér nú og áður. Skátastarfið má alls ekki lognast út af. Ég get sagt fyrir sjálfa mig, að skát- astarfið gerði mér gott, og gerir enn. Ég hef haft mikið gagn og reynslu frá mínu starfi, bæði sem foringi og ó- breyttur skáti, og tel ég að það muni vera eins um marga aðra, og full þörf fyrir starf- ið, ekki sízt nú, á tímum óró- leikans hjá ungu fólki. Það hlýtur að vera meira þroks- andi og mikið skemmtilegra að fara í útilegur, ferðir eða skipuleggja oghalda fundi með skátum, heldur en aðhangaá sjoppum eða rölta um götur og stræti, og gera ekkert ann- að en láta tímann líða. Telur þú að grundvöllur skátunar sé svipaður í dag og var í upphafi? Ég veit það ekki, en tel þó að grundvöllurinn sé svipaður. A hvern hátt mun skáta- starfið þróast næstu árin að þínum dómi? Skátastarfið hlýtur að þró- ast nú, eins og þaðhefur alltaf gert. Þó er ég frekar svart- sýn. Mér virðist áhuginn hjá unglingum um fermingu alltaf fara dvínandi. Þau telja sig vera orðin of gömul fyrir verkefni skátastarfsins og að starfa í anda skátalaganna, en það er ekki rétt, því skáta- starf er fyrir alla, unga sem gamla, Ég tel eitt brýnasta verkefni fyrir hreyfinguna veraþað að hvetja unglinga og fullorðið fólk til starfa, ekki síður þá eldri. Katrín Guðmundsdóttir, fsafirði. GUÐMUNDUR LOGI Er þörf á skátastarfi í nú- tíma þjóðfélagi? Já. Ungt fólk hefur alltaf gott af að starfa með öðru fólki að heilbrigðum og skemmtilegum verkefnum. Heldur þú að starfsgrund- völlur sé svipaður nú, og í upphafi skátunar á fslandi? Það erxrauninni stórfurðu- legt, að hreyfing, sem grund- völlur var lagður að fyrir 70 árum, skuli enn halda gildi sínu að mestu leyti, þrátt fyr- ir þær gífurlegu þjóðfélags- breytingar, sem orðið hafa á þeim tíma, Því hlýtur sá grundvöllur, sem lagður var af Baden-Powell, enn að vera nothæfur í grundvallaratriðum. A hvern hátt telur þú, að skátun muni þróast á næstu árum? Aldrei hefur orð farið af spádómsgáfu minni, og vil ég þess vegna sem minnst láta eftir mér um framtíð skáta- starfs. Það sýnist mér þó augljóst, að ætli skátahreyf- ingin að halda í við önnur æskulýðsfélög, semflest virð- ast hafa það eitt á stefnuskrá að veita félögunum skemmtun, verður eitthvað að gerast. Foringjaskorturinn er án efa stærsta vandamálið í dag. Ef tekst að leysa þann vanda með einhverjum ráðum, verður fyrst hægt með góðu móti að fara að vinna að tilraunum með nýjarleiðir í skátastarfi. Guðm. Logi Lárusson, Akureyri. Er þörf á skátastarfi í nú- tíma þjóðfélagi? Já, ekki síður en fyrir 60 árum. Það er svo margt, sem glepur nútil dags, og þó skáta- starf breytist með breyttum tímum, á það þó að hafa sitt gamla, góða gildi og traust. Heldur þú að starfsgrund- völlur sé svipaður nú, og í upphafi skátunar á fslandi? Þessu er varla hægt að svara með já og nei. A sum- um sviðum verður alltaf sami grundvöllur, en á öðrum taka tæknin ogþróunin stakkaskipt- um, og skátastarf fer ekki varhluta af því, hefur bæði beizlað ökutækið og gjörbylt- ingu á útbúnaði á tjöldum,bak- pokum og öðrum útilegubún- aði, þó ekki sé tekið dýpra í árina. A hvern hátt telur þú, að skátun muni þróast á næstu árum? Það virðist nú alltaf ein- hvers staðar kreppa skóinn, og þó skátastarf virðist dvína um tíma, rís það aftur. Það hefur gengið í öldudölum und- anfarið, og mun eflaust halda áfram að ganga í öldudölum. Ég hef trú á skátastarfi í framtíðinni. Hanna Lísbet Jónmundsdóttir, Dalvík. 1 7 S KÁTABLAÐ IÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.