Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 14
I’Y:Iagsforingjarnir fimm í Reykjavík. Fni vinstri á myndinni: Arnfinnur Jónsson l.anduemar, Stcfán Kjartansson Dalbími Bjarncy Finnbogadóttir Hamrabúar, Hilm ar Fengcr Ægisbáar, Eyjólfur Snæbjtirns son Carðbúar. Frá Landsmóti skáta 197o að Hreðavatnl. Gamlir kvenskátar á Txma- mótamóti 1972. Uó ósm.Boftgi ) son lætur af störfum sem framkvæmdastjóri B. í. S. , við tekur Pétur Orri Þórðarson. Skátafélögunum í Reykjavík skipt í fimm sameiginleg félög þann 29. marz. Skátamót haldin á vegurh Hraunbúa, Akurnesinga, Birkibeina, Landnema, Garðabúa og Akureyringa. Skátafjöldi ca. 4141. 1970 Landsmót skáta haldið að Hreðavatni. 1150 ísl. skátar sóttu mótið, auk 153 erlendra skáta frá átta löndum. 718 þátttakendur voru í fjölskyldubúðum. Mótsstjórar voru Marinó Jóhannsson og Sigrún Sigurgestsdóttir. Skátaþing haldið í Hagaskólanum í Reykjavík. Sumarbúðir á vegum Bandalags ísl. skáta starfræktar að Úlfljótsvatni. Forstöðumenn voru Grimur Þór Valdemarsson og ölafur Asgeirsson. Kvenskátastólinn að Úlfljótsvatni starfræktur með svipuðu sniði og undanfarin ár. A skátamótinu Jamboree on the air náðist samband við 10 stöðvar í 8 löndum, en mótið var haldið helgina 17. -18. okt. Forsetamerkið afhent í sjötta sinn. Alls hlutu 39 dróttskátar merkið, Þeir voru frá Akureyri, Akranesi, Reykjavík og Kópavogi. Útgáfa Skátablaðsins liggur niðri, en Foringinn gefinn út frá Akureyri, ritstjóri hans Ingólfur Ar- mannsson. Hrefna Tynes ritstýrir einni opnu um skátamál í barnablaðinu Æskunni. Jólamerkin gefin út í 14. sinn, teiknuð af Steinþór Sigurðssyni listmálara. Gilwellskólinn að Úlfljótsvatni starfræktur í sept. Skólastjóri var Björgvin Magnússon D.C.C. Andrés Þórarinsson dvelst sem leiðbeinandi við sumarbúðir á vegum Boy Scouts of America. Framkvæmdastjóri B.í. S. fór til Austurríkis á sjöttu Evrópuráðstefnu drengjaskáta. Guðrún Jónsdóttir sótti samræmingarfund kvenskáta í Osló. Engir skátahópar fóru utan vegna Landsmótsins. Tvær bandarískar skátastúlkur dvöldu á fslandi eina viku í boði B.Í.S. 1971 Skátaþing haldið á Selfossi. Jónas B. Jónsson lætur af störfum sem skáta- höfðingi, við tók Páll Gíslason. Landssamband Hjálparsveita skáta stofnað. Tveir skátar frá alþjóðaskrifstofu drengjaskáta koma til landsins og kynna sér skátastarf hér á landi. Flokksforingjanámskeið haldin á nokkrum stöð- um. Varðeldastjóranámskeið var haldið á Isafirði. Þátttakendur voru 24. Tryggvi Þorsteinsson skátaforingi frá Akureyri varð sextíu ára. Foringinn gefinn út frá Reykjavík á ný, ritstjóri hans er Hans Sætran. Skátablaðið flyzt til Akureyrar og komu út tvö tbl. Skátaopnan í Æskunni heldur áfram, Hrefna Tynes ritstýrir henni. Tveir kvenskátar fara til Bandaríkjanna í boði þarlendra kvenskáta. Einn skáti fer á mót í Englandi. Tveir kvenskátar dvelja í Kanada á vegum þarlendra kvenskáta. 17 skátar frá Akureyri fara á vinabæjarmót í Alasundi í Noregi. Þrír skátar fara á Jamboree í Japan, hið þrettánda í röðinni. Tveir kvenskátar frá Bandaríkjunum dvöldu á íslandi eina viku í boði B.í. S. Jólamerki skáta gefin út í 15. sinn. Skátamót voru haldin á vegum Hraunbúa, Akureyringa, Hamrabúa, Landnema og Dalbúa. Framkvæmdastjóri B.f. S. fer á námskeið í Frakklandi. Forsetamerkið af- hent í 7. sinn. Gilwellskólinn fellur niður. Skátafjöldi ca. 4100. 1972 Stofnuð tvö ný skátafélög, Urðarkettir í Breiðholti, Reykjavík og Heklubúar, Flúðum í Hrunamannahreppi. Páll Gíslason, skátahöfðingi, heimsækir skáta- félögin í Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi og Garðahreppi, auk þess félags- foringja í Reykjavík. Sigrún Sigurgestsdóttir sækir fund kvenskáta í Stokk- hólmi. Bandalag ísl. skáta flytur í eigið húsnæði að Blönduhlíð 35, Reykjavík. Leiðbeinendanámskeið haldið að Úlfljótsvatni um páskana, aðalleiðbeinendur voru Ingólfur Armannsson og tveir skátar frá Alþjóðaskrifstofu drengja- skáta. Foringinn og Skátablaðið koma reglulega út, það síðarnefnda gefið út frá Akureyri. Skátaopnan heldur áfram í Æskunni. Forsetamerkið afhent í áttunda sinn. Gilwellskólinn að Úlfljótsvatni starfar á ný. Skólastjóri er Björgvin Magnússon L.T. 130 skátar fara á landsmót norskra skáta. Skáta- mót voru haldin á vegum Akurnesinga í Botnsdal, Hraunbúa í Krísuvík, Skátasambands Reykjavíkur að Úlfljótsvatni og Landnema í Viðey. Skátastarf á íslandi er sextíu ára og kvenskátastarf hefur verið í fimmtíu ár. Skáta- fjöldi ca. 4000, sem er svipað og hjá hinum Norðurlöndunum, miðað við fólksfjölda. 14 SKATABL AÐI Ð

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.