Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 37

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 37
NÚ KVEÐUR.... frh. ings, og ekki sízt foreldra skáta, á naörgum stööum. (Dæmi um starf for- eldra er annars staSar í blaðinu). Eins og fyrr, stendur pósthólf opið hverjum, sem eitthvað vill, annað hvort motmæla ofangreindum skrifum, ell- egar halda áfram í sama dúr fyrir þá, sem vilja benda á leiðir, og fyrir þá, sem ekki vilja að skátahreyfinginkoðni niður í nánustu framtíð. Þátturinn heldur áfram, ef einhverj- um finnst eitthvað að, á hvaða þætti skátamála sem er. Já, og nafnið bendir einnig á þann möguleika að segja frá einhverju verulega jákvæðu. Látum til okkar heyra. Skátakveðja. J. L. M. Skátablaðið þakkar öllum þeim aðil- um, sem hafa stutt útgáfu þessa ein- taks, en þeir eru svo margir, að þekja myndu heila síðu, ef upp yrðu taldir. Sérstaklega þökkumvið BirgiMarinós- syni vélritun, Hrefnu Hjálmarsdóttur fyrir prófasralestur, Prentiðn fyrir prentun, og öllum hinum líka. Þá viljum við hér þakka tveimur stúlkum úr Skátafélaginu Garðabúum í Reykjavík, þeim Hildi Sandholt og Sig- ríði Bergmann, en þær lögðu á sig vinnu við prentun seinasta tbl. auk annars, sem þær hafa gert fyrir okkur. Þá viljum við þakka eftirtöldum skáta- félögum góða úrlausn varöandi sölu í lausasölu: Kópum Kópavogi, Skátafé- laginu Faxa Vestmannaeyjum, Skáta- félaginu Vífli Garðahreppi, Heiðabúum Keflavík, Einherjum fsafirði, svo og nokkrum hjálparsveitum. Að lokum þökkum við öllum, sem stutt hafa okk- ur vegna útbreiðsluherferðar á sumum skátamótum í sumar. URTUR.. .. frh. kom aðvísu í ljós, að við hefðum aldrei trúað, að í því lægi önnur eins vinna, sérstaklega þær, sem sáu um kaupin, enda héldu þær sig í hæfilegri fjarlægð og hvöttu hinar til dáða, og það kom í ljós, að innan hópsins eru 3-4, sem hver húsgagnabólstrari mundi sleikja út um að fá í vinnu. f starfi okkar þessi tæp fjögur ár, hefur legið ótrúleg vinna, hreingern- ingar, málgleði, kaffiþamb o. fl. að ó- gleymdum skemmtiatriðum, sem við höfum flutt á skátaskemmtunum, svo til okkar hafa streymt tilboð fráHolly- wood og víðar, en við höfnum öllu hjómi, við erum bara „ kerlingaflokk- urinn” eins og krakkarnir kalla okkur, 60 SKÁTAÁR .... frh. kynslóð megi njóta sömu ánægju af skátastarfi og við fengum, þegar við vorum ung. Nýsköpun og aðlögun í verkefnavali þarf sífellt að eiga sér stað, þó að byggt sé á sama hugsjónagrundvelli og áður.Slík nýsköpun í starfi hinna ýmsu starfsgreina og aldursflokka, stendur ennþá fyrir dyrum hjá okkur. f þeirri endurskipulagningu þurfa allir að taka þátt, og leggjast á eitt að vel takist, svo að skátastarf á fslandi megi eflast á þann hátt, að það verði bæði betra, og náitilfleiri ungra manna og kvenna. Með skátakveðju. Páll Gíslason. SKÁTABLAÐI Ð 37

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.