Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 13
i T'rá Skátadefri í tilefni 50 ára starfs skáta a Akureyri. Gimnaf0rAlf^ar Eínhcria: GunnlauKur Jónasson 1955-1 r Ani*rew 1928-1941 Hafsteinn O. liannesson 19 1954 Jón Páll Halldórsson 1960-. 196 5 Fyrsta Gilwell - Smáranámskeið fyrir dróttskátaforingja, stjórnandi Evert Tureson frá Svíþjóð. 48 skátar fara á landsmót sænskra skáta. Einn skáti fer á landsmót finnskra skáta. 25. vormót Hraunbúa haldið. Fyrsta drótt- skátamótið haldið að Gilsbakka. Fjórðungsmót haldin, fyrir Vestfirði á veg- um skátafélaganna á fsafirði, fyrir Norðurland á vegum Akureyrarskáta, og fyrir Suðvesturland á vegum Víkinga S.F.R. Félagsforingjafundur á Akra- nesi 9. -10. okt. 76 skátar fara á flokksforingjanámskeið. Leiðbeinendanám- skeið haldið að ÍJlfljótsvatni með 17 þátttakendum. Gilwell fyrir skátafor- ingja haldið, 20 þátttakendur. Foringinn kemur út reglulega. ÍJtgáfa Skáta- blaðsins liggur niðri utan eitt tbl. sem út kom um jólaleytið. Landshapp- drætti skáta sett á laggirnar. Forsetamerkið afhent í fyrsta sinn, 21 drótt- skáti veitir því móttöku. B. f. S. kaupir húseign að Eiríksgötu 31 í Reykjavík fyrir skrifstofu. Skátafjöldi ca. 3900. 1966 Landsmót skáta haldið við Hreðavatn, mótið sóttu 1338 íslenzkir skátar og 239 erlendir. Mótsstjórar voru Ingólfur Armannsson og BorghilOur Fenger. fslenzkir skátar sækja margar ráðstefnur og fundi erlendis. 50 ára starfs ylfinga minnst með ylfingadegi í Njarðvík. 93 skátar sækja flokksforingja- námskeið. Mörg önnur námskeið haldin á vegum B. f. S. Skátablaðið kemur reglulega út á nýjan leik. Foringinn kemur reglulega út. Gefnir út hugmynda- bæklingar fyrir skátaforingja. Skátaárið „ Inn í hringinn” hófst 2. nóv.Mark- mið: kynning og efling hreyfingarinnar. Þjónustuárinu lauk, nokkuð góð þátt- taka í verkefnum þess. Forsetamerkið afhent í annað sinn, nú 9 dróttskátum. Skátaþing haldið í Borgarnesi. Skátafjöldi ca. 4000. 196 7 Eva Hopp frá Noregi heldur fræðslukvöld fyrir ylfinga og Ijósálfaforingja. Nokkrir stjórnarmeðlima B. f. S., og fleiri, sækja fundi og ráðstefnur er- lendis. Tveir bandarískir kvenskátar koma til landsins í boði B.f.S. Norskur drengjaskátaflokkur kemur í boði Akureyrarskáta á afmælismót í tilefni 50 ára skátastarfs á Akureyri, auk mótsins var haldinn veglegur Skátadagur á Akureyri í lok maí. Vormót Hraunbúa haldið að vanda. Akranessskátar með mót í Botnsdal. 11 skátar fara á Jamboree í Bandaríkjunum, 7 skátastúlkur á afmælismót kar^dÍHkra skáta og 31 skáti fór á mót í Svíþjóð.Tvær stúlkur fara til Sviss og aðrar tvær til Kanada í boðsferðir. Félagsforingjafundur haldinn 15. apríl. 98 skátar á fiokksforingjanámskeiði, og 15 skátar á Gil- wellnámskeiði fyrir skátaforingja. Auk þess nokkur önnur námskeið. Fyrsta vetrar-GILWELL haldið í Fálkafelli. Skátablaðið og Foringinn koma út reglulega. Nýtt merki samþykkt sem merki B. í. S., teiknað og hannað af Kristínu Þorkelsdóttur. Forsetamerkið afhent í þriðja sinn. Skátafélag stofnað í Garðahreppi, auk þess vísir að starfi í Búðardal, á Kumbravogi og í ölafsvík, en þar var skátastarf áður. Skátafjöldi ca. 3500. Anna Kristjáns- dóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri B. f. S. , en við tekur Sigmar Sigurðsson. 1968 11. Skátaþing haldið á Isafirði. fsfirðingar halda upp á 40 ára starf skáta þar með móti, sýningu og fleiru. B.f. S. tekur landsvæði við Úlfljótsvatn á leigu. 17 skátar fara á mót íNoregi. Jónas B. Jónsson sækir 5. drengja- ráðstefnuna í Sviss Borghildur Fenger situr samræmingarfund kvenskáta í Stokkhólmi. Hópur skáta frá Englandi hefur sýningu í húsnæði Æskulýðs- ráðs, Fríkirkjuvegi 11, og stendur hún í eina viku. Sett á laggirnar nefnd til að endurskoða starfsháttu hreyfingarinnar. Útgáfa Skátablaðsins liggur niðri utan eitt tbl., sem kom út um jólaleytið. Foringinn kemur út reglulega. Akureyringar taka í notkun nýtt Skátaheimili „ HVAMM” þann 22. april. Skátamót haldin á vegum Hraunbúa í Hafnarfirði, Landnema í Reykjavík og Faxa í Vestmannaeyjum. 1969 Forsetamerkið afhent í fimmta sinn, nú 23 dróttskátum. Alls hafa þá 147 dróttskátar hlotið merkið. B. f. S.býður tveimur stúlkum frá Bandarikjunum, og dvelja þær á Selfossi í boði skáta þar. fsland á tvo fulltrúa á 20. alþjóða- ráðstefnu kvenskáta í Finnlandi. Tvær stúlkur sækja námskeið á vegum Evrópuráðsins. Jamboree on the air haldið í tólfta sinn, tveir J.enzkir þátttakendur í mótinu. Flokksforingjanámskeið haldin víða um land á /egum B. f. S. 11 skátar fara á Gilwellskólann að Úlfljótsvatni. Foringinn i^mur reglulega út og er hann gefinn út frá Akureyri þetta ár. Aðeins eiít tbl. kem- ur út af Skátablaðinu um jólin. Stílárið stóð yfir frá 1. jan. til 30. nóv. og skiptist í tvö tímabil. A síðara tímabilinu var verkefnið helgað umhverfis- vernd og tóku mörg félög þátt í hreinsun, landgræðslu og fl. Sigmar Sigurðs- t 13 S KÁTA BLAÐIO

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.