Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 31

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 31
Hrópin skulu vera margbreytileg, og helzt skal kenna eitt nýtt hróp í hverri útilegu, ekki nota alltaf 'rikk, tikk. Eitt stórt atriði varSeldastjórans er aS koma meS hrópin á réttu augnabliki, láta ekki líSa neitt frá því atriSi líkur, og þar til hrópiS kemur. ÞaS missir annars alveg marks. Skátarnir eru þá e.t.v. farnir aS tala saman eSa klappa. Munum því aS gefa gott hróp strax, og hrópa hátt og snjallt. Hugvekja. í lok varSelds finnst mér nauSsynlegt aS hafa stutta hugvekju, en hún kemur ekki aS gagni, nema róleg stemning ríki meSal skátanna, og hún næst helzt meS rólegum söngvum. En muniS aS þessistund má alls ekki vera löng, ca. 5 mín, og ekki torskilin. Til er sænsk bók, sem heitir„En stilla minut” r henni er aS finna frásagnir eftir skáta, og eru bær flestar stuttar og auSskildar. En einnig eru aS sjálf- sögSu Biblían og Skátahreyfingin bæk- ur, sem alltaf standa fyrir sínu. A eft- ir slíkri hugvekju errás aS hafa hljóSa stund, og slíta síSan meS BræSralags- söngnum eSa einhverjum ættjarSar- söng, t. d. Ég vil elska mitt land, Eld- gamla Tsafold. A þennan hátt finnst mér viS komast bezt í samband viS náttúr- una og GuS, og á eftir slíkri stund er dýrSlegt aS ganga heim í tjaldbúSir meS sínum skátavinum. Þá ríkir hinn sanni skátaandi. ValgerSur Jónsdóttir. Þannig er bálköstur hlaðinn. Tóta litla tindilfætt sa-kir egg til ömmu siixuar. SKÁTABL AÐIÐ 31

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.