Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 19

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 19
NÚ KVEÐUD VIÐ TÓNINN <(Jákv8stt— neikvastt )> ÞaS ætti öllum skátum, bæði ungum og öldnum, foringjum og óbreyttum, og ekki sízt yfirstjórn skátamála á fslandi, að vera Ijós sú staðreynd, að skáta- starf, hiS eiginlega skátastarf, það sem kveðnir hafa verið fleiri en einn og fleiri en tveir óðar um, það sem alltaf hefur einkennt skátahreyfinguna frá öðrum æskulýðsfélagsskap, virðist mjög fara dvínandi, og alltaf meir og meir, a. m. k. hér á landi. Þessi liður, þ.e.a.s. útilífið, sem áður var stolt skátahreyfingarinnar, virðist smám saman vera að detta út úr hinu eigin- lega skátastarfi, verða meira og meira hornreka, þegar okkar allt of ungu for- ingjar gera sínar áætlanir. Að vísu tel ég að útilegur séu enn á flestum áætl- unum. (Ef gerðar eru áætlanir á annað borð). En hvers konar útilegur? Mér dettur í hug, og hef sjálfur lent í því, og heyrt marga tala um þá staðreynd, að útilegur séu sífellt að færast í það mark að vera skálalega, eða inniseta í skála, frá því komið er á staðinn og þar til farið er heim. Er þetta rétt stefna? Ég er viss um að svo er ekki. Hvað hefur orðið af gönguferðum, stuttum og löngum, skíðagöngum, skautaferðum, hjóltúrum, sjóferðum, tjaldútilegum, (fyrir utan skátamótin)? Þannig mætti lengi telja, því náttúran býður upp á ótal, ótal mörg tækifæri til tilbreytingar í starfinu, ef foringj- arnir nenntu að skipuleggja, og eyða kröftum x að leita að nýjum (gömlum) leiðum, til að fá betra og mikið meira útistarf. Ég sagði áðan, ef foringjar nenntu. Vissulega eru til foringjar, sem vilja leggja eitthvað á sig, en því miður allt of fáir. Þeir fá hvorki æskilega sam- keppniné þakkireða gagnrýni eftir því, sem við á. Þreytast þeir þá tiltölulega SKATABLAÐIÐ fljótt, þegar þeir sjá næsta sveitar- foringja við hliðina, oft í sama félagi, geta verið sífellt að skemmta sjálfum sér, og þáoft á miður heppilegan máta. T framhaldi af því væri ekki úr vegi að fá úr því skorið, hvort ekki sé vænt- anleg stefnubreyting hjá Bandalagi ísl. skáta, hvað áfengi, tóbak og nautnalyf almennt varðar, losa sig við þessa hlutleysisstefnu, sem verið hefur, og taka skýra afstöðu til þess máls. Ég ætla ekki á þessu stigi að koma með mínar skoðanir um hvað skuli gera til að bæta skátastarfið, koma því út, losna við föndurdútl, nema þar, sem það á við, losna við óreglu meðal okk- ar, sem erum nýlega vaxin upp úr barnaskólanum, losna við kennslu- stundaform á skátafundum og við lausn skátaverkefna, og þennig mætti lengi telja, en nóg að sinni. Hvað skal gera, hvers er að gera það, og hvaðan skal áhuginn fyrir bættu skátastarfi koma? Þetta eru hinar sí- felldu spurningar, sem erfitt er að svara, en mín skoðun er, að á meðan við steinþegjum, (nema í þröngum hópi) verði ekkert gert, á meðan við, sem stöndum í eldlínunni, gerum ekkert raunhæft, þá verði lítið aðhafst af öðrum. Eitt er vist, skátastarf þarf að batna að miklum mun, og væri það verðugt takmark að gera skátahreyfinguna að öflugustu æskulýðshreyfingu fslands, fyrir þjóðhátíðarárið 1974. Það er hægt, þvf áhuginn fyrir hreyfingunni hefur farið stórvaxandi nú á seinustu mánuðum, eins og sjá má af auknum meðlimafjölda, endurlífgun félaga á mörgum stöðum, (sjá„Úr heimi skáta”), svo og miklum áhuga meðal almenn- Frh. á bl s. 3 7 19

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.