Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 32

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 32
Skrifstofa Bandalagsins er flutt í eigið húsnæði aS BarmahlíS 35, en því húsnæSi, sem er efri hæS í íbúSarhúsi ásamt bflskúr, hefur BandalagiS nýlega fest kaup á, ásamt Skátasambandi Reykjavíkur. Sími skrifstofunnar er óbreyttur, 23190, og er skrifstofan op- in frá kl. 2. oo til 5. oo alla virka daga, nema laugardaga. HúsnæSi þaS, sem BandalagiS átti aS Eiríksgötu, hefur veriS selt. Mörg námskeiS hafa veriS auglýst og haldin nú í ágúst og september, svo og einhver í október, og má þar nefna flokksforingjanámskeiS, sveitarfor- ingjanámskeiS, Gillwell og ráSstefnu um dróttskátamál. SíSar í vetur er svo fyrirhugaS námskeiS fyrir varSelda- stjóra og tjaldbúSastjóra, en þau verSa auglýst nánar er líSur á veturinn. Skátafélag Akraness hefur undanfar- iS staSiS í byggingu sumarbúSa, sem staSsettar eru viS Skorradalsvatn. Hús- iS, sem byggt er, verSur um 400 fer- metrar aS stærS, en þaS er í stíl Norskra fjallahótela. Nú er húsiS fok- helt, og litlar sem engar skuldir hvíla á því, svo Akurnesingar vonast til aS geta haldiS áfram af fullum krafti, er líSur á næsta vor, og gera ráS fyrir aS taka sumarbúSirnar í notkun sumariS 1974. Þetta framtak Akurnesinganna er merkilegt, ekki sízt vegna þess, hve lítiS félagræSst í stóra framkvæmd, og mættu fleiri skátafélög athuga mögu- leikana á því aS byggja slíkar sumar- búSir. Merkjasöludagur B.f.S. er aSra helg- ina í október, og ættu öll félög aS nota sér þá fjáröflunarleiS, ekki sízt vegna þess, aS merkin eru send hverju félagi fyrir sig endurgjaldslaust. Hitt er svo annaS mál, aS merki þau, sem boSin hafa veriS til sölu, eru frámunalega ljót, og ætti Bandalagsstjórn aS taka þaS mál til endurskoSunar. í framhaldi af því má minna á jóla- merki skáta, sem seld hafa veriS und- anfarin ár, en þau eiga aS koma út ein- hvern tíma x nóvember. Einnig voru nokkur félög meS jólamerkimiSa til sölu s.l. ár, og verSur vafalaust hægt aS fá þau hjá Bandalaginu. Nánari upp- lýsingar veitir skrifstofa B.f. S. aS siálfsögSu. Hjálparsveit skáta í Reykjavík varS nýlega fertug, og í sambandi viS þaS var haldiS veglegt hóf fyrir félaga og gesti. Einnig verSur gefiS út veglegt afmælisrit. SkátablaSiS óskar sveitinni til hamingju meS sinn langa aldur, um leiS og þaS óskar sveitinni góSs gengis um ókomna framtíS. f framhaldi af því, sem sagt var í seinasta blaSi um ný og endurreist skátafélög, má geta þess, aS nú nýlega var SkátafélagiS á SauSárkróki endur- reist. Einnig höfum viS fregnaS aS sá dagur nálgist óSum, aS starf hefjist á nýjan leik á NeskaupstaS og á Egils- stöSum. Ef einhver félög eru, sem ný- lega hafa tekiS til starfa og ekki veriS um þau getiS hér í blaSinu, ættu for- svarsmenn þeirra aS láta blaSiS vita, og mun þá verSa bætt úr því. SKÁT ABLAÐI-D 32

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.