Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 34

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 34
STRBF koenskita - * *- * SDE3THR Starf í kvenskátasveit og drengja- skátasveit er í stórum dráttum þaS sama, enda sömu próf hjá báðum. Þó er sennilegt aS meira sé um föndur hjá stúlkunum. Skátaprófin eru sú undirstaða, sem starfið byggist á. Þegar sveitarforingi í kvenskátasveit skipuleggur starfið fram í tímann.t. d. vetrarstarfiS, veit hún aS skátarnir í sveitinni eru misjafnlega langt komnir með skátaprófin. NýliSarnir, sem voru aS ganga inn í sveitina eiga aS byrja á nýliSaprófinu. ASrir aldursflokkar eru komnir lengra og þær elztu jafnvel aS ljúka viS sérprófin fyrir riddarasnúr una. Allt þetta verSur aS taka til greina og síSan raSar hún verkefnunum í þrjá megin flokka. Innistarf, útistarf, annaS starf. Innistarf: Kennsla í skátapróf- unum, sem aSallega fer fram á flokks- fundum. Otistarf: Útilegur, gönguferS- ir og æfingar. AnnaS starf: Ýmislegt tómstundagaman, sem flokkarnir eSa sveitin öll hefur áhuga á aS vinna aS. Einnig þátttaka í sveitakeppni innan fé- lags eSa landskeppni. Margs konar þjónustustörf á vegum félagsins. Verk- efnunum ersíSan raSaSniSur á mánuS- ina meS hliSsjón af skólastarfi stúlkn- anna. Sjúkrasleði útbúinn. Ljósm G.K. Vj.ð matseld. Ljósm.GÍgja K. A flokksfundunum, sem haldnir eru einu sinni í viku, er bæSi kennsla og ieikir. AkveSin atriSi úr prófunum eru kennd og æfS. SungiS og fariS í leiki. Sveitin fer í útilegu eSa gönguferS einu sinni í mánuSi. Þá er gjarnan fléttaS inn í leiki atriSum úr prófunum, sem nauSsynlegt er aS æfa vel, svo sem áttavitakunnáttu, líflínukasti, hjálp í viSlögum, sjúkraflutningi o. fl. Sumir sveitarforingjar eru mjög duglegir aS kenna frumstæSa matargerS til mikill- ar ánægju fyrir stúlkurnar. Eins fara flokkarnir í gönguferSir og hjólferSir. AS sjálfsögSu eru þó mótin á sumrin mesta tilhlökkunarefniS og oft miSaS viS aS ljúka ákveSnum prófum áSur. ÚtilífiS er mest heillandi þáttur skáta- starfsins. AuSvitaS veltur þar, sem annars staSar, á hugkvæmni sveitar- foringjans. A veturna er oft tækifæri til aS búa til snjóhús, fara í skíSa- eSa skauta- ferSir og koma á skíSa- eSa þotukeppni milli flokkanna, jafnvel aS skora á aSr- ar sveitir í slíka keppni. A sumrin náttúruskoSun. ÞaS er allt- af hægt aS fá einhverja góSa konu eSa 34 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.