Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 11
Lady Baden Powell í heimsókn hjá forseta fslands 1956. Frá Hagavíkurmótinu 1956. Frá skátamóti í Arnessýslu 1957. 1948 10. landsmót skáta haldits á Þingvöllum mets um 1000 þátttakendum, þ. á. m. nokkrum erlendum gestum. M.a.tekin kvikmynd af mótinu og gefið út prent- að dagblað. 12. aðalfundur B.í. S., sem jafnframt varð 1. Skátaþing, haldinn á Þingvöllum. Hrefna Tynes og Þorsteinn Einarsson kosin varaskátahöfð- ingjar. Meðal útgáfubóka Úlfljóts er Skátahreyfingin (Scouting for Boys) eftir Baden-Powell. Foringjablaðið hefur göngu sína. B. í. S. hefur útgáfu á skáta- prófahandbókum. Ríkisstyrkurinn til B.f.S. hækkaður í kr. 4000.00. Skáta- ráð heldur fyrsta fund sinn í ágúst. Skátafélagið Geysir í Hveragerði stofnað 1. febrúar.Skátafélagið Kópar, Kópavogi, stofnað. Skátafélag Hríseyjaf stofn- að 3.maí. Skátafélagið Skógarmenn, Fnjóskadal, stofnað. Skátafélagið Berg- búar, Garði, stofnað. Skátafélagið Dalherjar, Hnífsdal, stofanð. Kvenskáta- félagið Brynja, Ytri-Njarðvík, stofnað. Stofnað skátafélag innan Kennara- skólans í Reykjavík. Heiðarbúar í Keflavík eignast skátaheimili. Einherjar, fsafirði, minnast 20 ára afmælis síns með veglegu afmælisriti. Skátafélagið Faxi, Vestmannaeyjum, gefur út afmælisrit. Samtals 3562 skátar á fslandi. 1949 Skátafélagið Útverðir, ólafsfirði, stofnað 29. marz. Stofnað skátafélag á Bíldudal. Stofnað skátafélag á Djúpavogi. Skátafélagið Völsungar, Reykja- vík lagt niður. Samtals 120 íslenzkir skátar sækja erlend skátamót til Finn- lands, Hollands, Danmerkur, Skotlands, Svíþjóðar, Noregs og Englands. Tryggvi Kristjánsson ráðinn framkvæmdastjóri B. f. S. Heiðabúar, Keflavík, standa fyrir Suðurnesjamóti. Reykjavíkurskátar eiga deild á Reykjavíkur- sýningunni. Arnardeild, S. F. R., hefur byggingu skálans Jötunheimar íHengli. 1950 2.Skátaþing haldið í Reykjavík. 25 ára afmæli B.Í.S. minnzt með fjölmennu hófi í Skátaheimilínu í Revkjavík og klukkutíma útvarpsdagskrá í Ríkisút- varpinu. Mót gamalla skáta haldið á Úlfljótsvatni. 4. skátamót Vestfjarða haldið í Alftafirði. St. Georgsgildi stofnað í Reykjavík. 1951 24 íslenzkir skátar sækja Jamboree í Austurríki. Skátafélögin í Reykjavík efna til sýningar í Skátaheimilinu, sem ber heitið: Hvað viltu verða? Reykja- nesmót haldið í Helgadal. fslenzkir skátar sækja mót til Englands og Dan- merkur. 1952 3. Skátaþing haldið í Reykjavík. Jónas B. Jónsson kjörinn varaskátahöfðingi. B.f. S. efnir til happdrættis til styrktar fyrir starfsemi sína. Landsmót kvenskáta að Úlfljótsvatni. Skátafélag Akraness stofnað 2. nóvember við sameiningu skátafélagsins Væringjar og Kvenskátafélags Akraness. Skáta- félagið Fjallabúar í Skógarskóla undir Eyjafjöllum stofnað 24.febrúar. Tveir íslenzkir skátar sækja mót í Astralíu. 1953 Minnst 40 ára afmælis skátastarfs á fslandi með hófi í Skátaheimilinu í Reykjavík. Skátafélagið Glaðherjar, Suðureyri, stofnað 8. febrúar. Skáta- félag Hveragerðis stofnað 22.febrúar. S.F.R. heldur mót fyrir drengjaskáta í Borgarvík við Úlfljótsvatn. fslenzkir skátar sækja mót til Sviss og Skcc- lands. 1954 ll.landsmót skáta haldið að Húsafelli. 4. Skátaþing haldið í Reykjavík. B. t. S. gerist fullgildur aðili að Alþjóðabandalagi kvenskáta. Skátafélagið Ægir, ólafsvík, stofnað 22. febrúar. Starfsemi fjallarekka hefst í Reykjavík. 39 félög í B. ú S. með um 3000 starfandi skáta innan sinna vébanda. 1955 fslenzkir skátar taka þátt í skátamótum í Englandi, Danmörku og Svíþjóð. 1956 5.Skátaþing haldið í Reykjavík. Lady Baden-Powell heimsækir fsland. Skáta- mót í því tilefni í Hagavík með um 500 þátttakendum. Akureyrarskátar halda skátamót íVaglaskógi með um 200 þátttakendum. fslenzkir skátar sækja mót til Skotlands,Noregs og Sviss. 1802 drengjaskátar og 1486 kvenskátar starfa á fslandi. 1957 100 ára afmælis Baden - Powells minnzt með veglegum hátíðahöldum í Reykjavík 22. febrúar. Þrjú afmælisskátamót haldin á íslandi til að minnast 100 ára afmælis Baden-Powells og 50 ára afmælis skátahreyfingarinnar. Fyrir Suðvesturland í Botnsdal í Hvalfirði með um 500 þátttakendum, fyrir Vestfirði íDýrafirði með á annað hundrað þátttakendum og fyrir Norðurland í Vaglaskógi með á annað hundrað þátttakendum. 102 íslenzkir skátar sækja Jamboree, Indaba og afmælismót kvenskáta til Englands. Héraðssamband skáta í Arnessýslu stofnað. Fyrsta héraðsmót Arnessýslu haldið og hafa þau verið árlega síðan. Skátafélagið Kópar, Kópavogi, endurreist 14. marz. Hjálparsjóður skáta, Reykjavík, stofnaður 13. júní. B. í. S. hefur útgáfu á jóla- merkjum. S KÁTABLAÐI Ð 11

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.