Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1907, Page 8

Sameiningin - 01.04.1907, Page 8
40 PASSAVANT. I'yrirlestr, sem dr. B. J. Brandson flutti í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg 22. Okt. síöastl. ('Framhald.J í Júlímánuöi kom Theodor Fliedner prestr frá Þýzkalandi meö fjóra kvendjákna, sem starfa skyldi undir umsjón Passa- vants. Var jþá sjúkrahúsiö vígt, og um leið byrjaöi sams- konar líknarstarf þar eins og þegar haföi rutt sér til rúms á Þýzkalandi. Undir eins fyrsta áriö veitti spítalinn viðtöku meir en 300 sjúklingum, og breiddist starfsemin fljótt út til annarra staöa. Aö fara að lýsa þessu mikilvæga starfi, þrosk- un þess og útbreiðslu, yrði of langt mál. Aö eins skal þess getiö, aö nú eru í þessu landi hin svo kölluðu móöurhús djákn- anna í Philadelphia, Milwaukee, Omaha, St. Paul og fleiri stcöum, þar sem þessir kvenmenn eru undirbúnir fyrir hiö göfuga lífsstarf sitt og þar sem þær eiga víst athvarf, ef þær geta ekki haldið áfram verki köllunar sinnar. Þess er vert að geta, að engra eiða er af þeim krafizt, og eru þær frjálsar aö því aö hætta starfi sínu, ef þær óska. Sjaldan kemr það þó fyrir, aö nokkur þeirra gjöri það. Af þessum svo nefndu móðurhúsum er hið stœrsta og veglegasta Það, er heitirMary J. Drexel Home and Motherhouse of Deaconesses í Phila- delphia. Bygging þess kostaði meir en hálfa milíón dollara og var gjöf frá John D. Uankman, lúterskum auðmanni í Phila- delphia, til minningar um konu hans Mary J. Drexel. Sú stofnun er ekki einungis hin veglegasta á meðal samskonar stofnana lútersku kirkjunnar, heldr er hún hin stórfenglegasta stofnun þeirrar kirkjudeildar í Ameríku. Flestum mönnum myndi hafa fundizt, að þeir heföi œrið nóg að starfa meö því að hafa með höndum aðal-stjórn ann- arrar eins stofnunar og spítalans í Pittsburg, auk hinna vana- legu kennimannlegu starfa í stórum og erviðum söfnuöi, og enn fremr útgáfu lútersks kirkjublaðs. En um sama leyti sem spítalinn komst á fót tók Passavant aö vinna aö stofnun heim- ilis fyrir munaðarlaus börn. Honum sárnaöi aö hugsa til þess, aö lúterska kirkjan i Ameríku skyldi ekki eiga neina slíka

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.