Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1907, Síða 16

Sameiningin - 01.04.1907, Síða 16
48 manna, sem þeir af alefli eru að leitast viö að leiSa burt úr vill- unni heim til guðs. HÆLI FYRIR GAMALMENNI. Á undanförnum árum hefir þörfin fyrir hæli handa bág- stöddum gamalmennum af bjóðflokki vorum einatt verið til- finnanleg. Og eftir því, sem tíminn líbr, kemr þaö skýrar og skýrar í ljós, aö ef um nokkra verulega líknarstarfsemi er að rœða meðal Islendinga hér, þá þurfa þeir aS eignast svona lagaS heimili. MeS þctta fyrir augum hefir kvenfélag Fyrsta lúterska safnaSar í Winnipeg byrjaS á því aS mynda sjóS til þessa fyrirtœkis. UndirstaSan var lögS í fyrra meS 50 dollur- um, og hefir þess áSr veriS getiS í „Sameiningunni”. Nú í ár bœtti félagiS viS öSrum $50.00, svo nú eru í þeim sjóSi $100. Einnig vorum vér undirritaSar kosnar til þess aS ávaxta þetta fé og vekja athygli almennings á málinu. Leyfum vér oss því hér meS aS skora á velviljaSa og kristilega hugsandi landa vora, konur jafnt sem karla, aS stySja fyrirtoeki þetta, svo aS sjóSrinn geti vaxiS sem fyrst. ÞaS dylst varla neinum, aS þaS er mjög þungt böl aS vera einmana og hjálparlaust gamalmenni, sem hvergi hefir höfSi sínu aS aS halla, eftir baráttu liSinna æfiára. Ef annaS eins hæli og þaS, er fyrir kvenfélagi voru vakir, væri til vor á meS- al, þá mætti til stórra muna bœta úr böli aldrhniginna brœSra og systra, sem þannig er ástatt fyrir, meS því aS veita þeim heimili hjá sínu eigin fólki, þaS sem eftir er æfinnar. Svo er til ætlazt, aS stofnan þessi, ef hún kemst á fót, verSi hér í bœ og undir umsjón kvenfélagsins. Vér sendum þessa áskorun frá oss í drottins nafni, og biSjum alla, sem hún berst til, aS muna eftir orSunum: „ÞaS, sem þér gjörSuS einum af þessum mínum minnstu brœSrum, þaS hafiS þér mér gjört.“ Winnipeg, í Apríl 1907. Lára Bjarnason, Hansína Ólson, Petrína Thorláksson.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.