Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1907, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.04.1907, Blaðsíða 28
6o Væri jþað ekki dýrSlegt að vera slík lifandi mynd? Jú, sannarlega væri það það. Biðjum þá Jesúm öll aö gera okkur að slíkum lifandi myndum, sem vitnað geta um hann. En munum þá, að lofa honum að gera Jtað á þann hátt, sem hann vill gera J>að. Þá Terðum við lifandi myndir upprisu Jesú. ENGILLINN OG GRATANDI BARNIÐ. (Þftt.) „Góða barnið mitt! því grætur þú svona mikið?“—spurði þjónustu-engillinn. „Æj, æ! Enginn held eg hafi nokkurn tíma átt eins skelfi- lega bágt eins og eg — bara fyrir það, að eg hef reynt að vera góð. Æ! æ! Eg vildi eg væri orðin vond. Mér liði þá ekki svona illa“—sagði barnið. „Þér liði mikln verr“—sagði engillinn.—„En segðu mér nú, barnið mitt, hvað gengur að þér?“ „Sjáðu til! Mamma fékk mér hespuna þá arna að vinda upp, og eg lofaði henni að gera það“—sagði barnið. „En pabbi bað mig að sækja hlut fyrir sig. Og það var nærri því korninn tími til þess að fara í skólann. Og eg var að lesa lexíuna mina, hlaupa fyrir pabba, og vinda hespu — alt þetta i einu. Og nú er eg öll flækt í bandinu og kemst ekkert, hvorki aftur á bak né áfram. — Æ, æ! Hvað á eg að gera?” „Sestu niður!“—sagði engillinn. „Já, en það er komið að því, að eg á að fara i skólann“— sagði barnið. „Sestu niður!“—sagði engillinn. „En—faðir minn baö mig að hlaupa fyrir sig“ — sagði barnið. „Sestu niður!“—sagði engillinn og tók í öxlina á henni og lét hana setjast niður. „Sittu nú kyrr!“—sagði hann og fór rólega að vinda hesp- una. Það voru ósköp að sjá, hvernig hún hafði vafist og flækst utan um hendur og fætur á barninu. Engin furða, þó það sæti fast. En loksins gat hann losað það, og fékk því svo hnykilinn. ,„Eg þakka þér kærlega fyrir“—sagði barnið. „En var eg nokkuð óþekk?“ „Ekki óþekk, bara heimsk. En það gerir stundum eins 'mikið ilt“—sagði engillinn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.