Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 1
1.—4. tbl. 57. árg. 1979. Útgefandi: Hið íslenzka prentarafélag, Hverfisgötu 21. Ritnefnd: Hallgrímur T ryggvason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Blaðaprent. IngvarSig. Hjálmarsson, Prentsm. Morgunblaðsins. Jón Sigurðsson, Dagblaðið Vísir. Magnús Einar Sigurðsson, skrifstofa HÍP. ÞórleifurV. Friðriksson, Prentsm. Oddi. Prentun: Prentsm. Oddi hf. Skýrslur stjórnar og nefnda fyrir starfsárið 1978—9 og reikningar SKÝRSLA STJÓRNAR - FLUTT Á AÐALFUNDI 1979 Inngangur Eins og venjan og skyldan býður, verður hér gerð grein fyrir því markverðasta, sem stjómin hefur unnið að á milli aðalfunda. Segja má að lítið hafi borið á félaginu opinber- lega og að félagsmenn hafi látið það gott heita, a.m.k. meiri hlutinn, svo gott sem það nú er. Doði félagsmanna fyrir starf- seminni virðist, eins og áður, allsráðandi í okkar félagi eins og öðrum verkalýðsfélögum. Það þýðir í raun, að félagið okkar getur ekki áorkað eins miklu og æskilegt er og nauð- synlegt. Öll starfsemi félagsins byggist á fórnfýsi nokkurra fé- lagsmanna sem aldrei telja eftir sér að vinna félaginu og þar með félagsmönnum, allt það gagn sem mögulegt er. Hér er komið að vandamáli, sem verður að leysa á farsælan hátt sem allra fyrst. Það getur verið um margar leiðir að ræða, sem eflt gætu félagsáhugann og laðað sem flesta til virkrar þátt- töku í starfseminni. Ef til vill þarf að breyta fundarforminu eða auka upplýsingastreymi eða auka starfslið, eða launa að einhverju leyti fyrir stjórnar- og nefndastörf. Ef til vill dugir eitthvað af þessu eða ekkert eða eitthvað annað. Um þetta er þörf umræðu í félaginu, því ef hægt er að gera félagslífið blómlegt, verður félagið um leið öflugt og sterkur málsvari fé- lagsmanna. Þó að ekki hafi mikið borið á félaginu opinberlega, hefur starfið þó ekki legið niðri. I skýrslu þessari og skýrslum nefnda kemur glöggt fram að ýmislegt hefur gerst í starfsem- inni. Fundahöld Á starfsárinu hafa verið haldnir 34 stjórnarfundir, 2 fulltrúaráðsfundir 2 félags- fundir, einn fund^ r stjórnar og iðnréttindanefndai með trún- aðarmönnum og einn fundur stjórnar og iðnréttindanefndar með félagsmönnum sem vinna við pappírsupplímingu, tveir fundir með fasteignanefnd og einn fundur fyrir sjóðfélaga í Lífeyrissjóði prentara um stöðu og verkefni sjóðsins. Þá kallaði stjómin til sín starfsmenn í Gutenberg vegna vandamáls, sem upp kom varðandi nýjung- ar í framleiðsluháttum prent- smiðjunnar.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað: 1.-4. tölublað (01.01.1979)
https://timarit.is/issue/354756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-4. tölublað (01.01.1979)

Aðgerðir: