Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 16
13 vikur af þeim 17 sem
auglýstar voru.
Um hugsanleg kaup á orlofs-
heimili á austur- eða vestur-
landi, sem getið er um í skýrslu
orlofsheimilisnefndar 1977, er
það eitt að segja, að í þeim efn-
um hefur ekkert verið gert.
Ástæðurnar fyrir því eru
kannski helzt þær, að þeim fer
fjölgandi sem telja skynsam-
legra, með tilliti til nýtingar, að
fjölga frekar orlofsheimilunum
í Miðdal, annað hvort með ný-
byggingum eða kaupum á bú-
stöðum í neðra hverfinu.
Þótt hugmyndir um ný-
byggingar í Miðdal hafi ekki
verið sérstaklega á dagskrá hjá
orlofsheimilisnefnd hefur hún
rætt þær lítillega, og sem rök
fyrir þeirri leið frekar en öðrum
má benda á, að með byggingu
orlofsheimilis, í samræmi við
þær kröfur sem nú eru gerðar til
slíkra heimila, skapast mögu-
leikar til skipta við verkalýðsfé-
lög, sem eiga orlofsheimili víðs
vegar um land. Verði að þessu
frekar hugað á næstu árum tel-
ur orlofsheimilisnefndin æski-
legra að byggja frekar tvö or-
lofshús en eitt.
Að lokum skal þess getið, að
til umfjöllunar hjá orlofsheim-
ilisnefnd hafa verið breytingar á
íbúð 2 og 3 í orlofsheimilinu í
eina íbúð. Einnig hefur nefndin
rætt um bústaðina í neðra
hverfinu, sem félagið á, breyt-
ingar og endurbætur á þeim
sem nauðsynlegar eru.
í ársreikningum HÍP koma
fram upplýsingar um tekjur og
gjöld er við koma orlofsheimil-
unum í Miðdal og Fnjóskadal.
J. Ág.
Skýrsla bókasafns-
nefndar 1978
í síðustu skýrslu bókasafns-
nefndar var frá því greint, að
langt væri komið skráningu
þeirra bóka, sem komið hefur
verið fyrir í aðalherbergi bóka-
safnsins.
Ekki er ljóst, þegar þetta er
ritað, hve margar bækur eru í
eigu safnsins, en skráðar bækur
eru á þriðja þúsund. Til viðbót-
ar eru svo þær bækur, sem enn
eru í geymsluherbergi bóka-
safnsins. Þar eru einnig geymd
innlend og erlend tímarit, mörg
hver hin merkustu rit.
Þessar bækur og tímaritin
væri æskilegt að skrá fyrr en
síðar, en er vart mögulegt með-
an bókasafnsnefndin hefur ekki
yfir að ráða húsnæði sem rúmar
alla bóka- og tímarita-eign fé-
lagsins.
Að undanförnu hefur mjög
verið rætt um kaup á nýju
húsnæði fyrir starfsemi HlP.
Þegar þær hugmyndir verða
meira en umræður einar er það
von bókasafnsnefndar, að
bókasafninu verði ætlaður
staður í hinum nýju húsakynn-
um, staður sem hæfir þeim
mörgu og merku bókum sem í
safninu eru, ásamt með því
merka safni bóka sem félagið
eignaðist við andlát Kristínar
Guðmundardóttur og Hall-
bjarnar Halldórssonar.
Um fjárhagslega stöðu bóka-
safnsins vísast til reikninga
safnsins sem hér með fylgja.
Ritað í maí 1979.
Jón Ág.
GRAFIÐ ÚR
GLEYMSKU
Þegar Björn Jónsson prentari og
fyrrverandi formaður HÍP hafði
selt Ragnari í Smára Víkings-
prent, gegndi hann verkstjóra-
starfi áfram í prentsmiðjunni.
Prófarkalesarar voru þeir Har-
aldur Sigurðsson, núverandi
skjalavörður í Landsbókasafn-
inu og Leifur Haraldsson, fyrrv.
póstmaður. Leifur var ærið vín-
hneigður. Eitt sinn, sem oftar,
kemur hann ærið slompaður til
prófarkalesturs. Þá gerði Björn
eftirfarandi vísu í orðastað
Haralds Sigurðssonar:
Hér kemur sonur minn
öldrukkinn inn
ekki er nú skepnan til prýði.
Égsárlega til minnar sektar finn
er sé ég framan í arfa minn,
og ætli það verði ekki endirinn
að aldrei framar ég smíði.
Þetta verður sennilega síðasta
vísan sem ég birti eftir Björn.
-J.Þ.
16 — ^tenfarinn