Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 14
hverri iðngrein — að útbúa
heildarnámskrá fyrir skólann.
Að því var unnið í fyrrasumar
og í haust. Þeirri vinnu er þó
ekki að fullu lokið ennþá.
Margvísleg námsgögn voru
útbúin fyrir skólann, m.a. bók
um prentpappír og önnur um
prentliti. Þá liggur það verkefni
einnig fyrir fræðslunefndunum
að endurskoða sveinsprófin.
Um miðjan maí s.l. luku
fyrstu nemarnir Prentskóla-
námi samkvæmt nýja kerfinu
og hófu starfsþjálfun í fyrir-
tækjum. Starfsþjálfunin tekur
19 mánuði og lýkur með
sveinsprófi.
Þarna er um að ræða 14 nema
og val þeirra milli iðngreina
varð þannig, að 3 völdu bók-
band, 3 setningu, 4 skeytingu og
4 offsetprentun.
í vetur stóðu fræðslunefnd-
irnar og Prentskólinn fyrir 8
námskeiðum. Einu í tækni-
teikningu, einu í eyðublaða-
tækni, tveimur í tölvutækni,
tveimur í ljóssetningu og
tveimur í pappírsumbroti. Þátt-
takendur voru alls 66.
Framhaldsnámskeið í papp-
írsumbroti og bókaumbroti
verða að bíða til haustsins,
þ.e.a.s. fram í september, þar
sem ekki vannst tími til að halda
þau í vor.
Iðnaðarráðuneytið veitti
einnar milljón króna styrk til
námskeiðahaldsins og sú upp-
hæð, ásamt þátttökugjaldi, á að
duga fyrir kostnaði.
Þá var ákveðið að jafna
aðstöðu félagsmanna sem bú-
settir eru utan Reykjavíkur-
svæðisins og sækja vilja nám-
skeiðin. Það var gert á þann hátt
að þeir fá greitt fargjald til og
frá Reykjavík en auk þess kr.
30.000 í dvalarkostnað. Þá er
miðað við vikunámskeið.
Kostnaðinum sem af þessu
leiðir skiptist í þrennt. Einn
hlutann borgar HÍP, einn hlut-
ann FÍPog 1/3 er greiddur af
styrknum frá Iðnaðarráðuneyt-
inu. G.S.
Fræðslumál.
Fræðslunefnd H.Í.P. í prent-
un (Hæð) hefur starfað nokkuð
á síðasta ári við að útbúa
námsskrá fyrir hæðarprentun í
Iðnskólanum.
Hefur nefndin lagt fram sínar
tillögur um 1, — 2. og 3. áfanga.
4. áfanga hefur hún einnig
unnið en ekki lagt fram. Var
hann reyndar fullbúinn í byrjun
janúar, en um sama leyti barst
bréf frá iðnfræðsluráði um
breytta vinnutilhögun, þar sem
sagt var að boðað yrði síðar til
fundar, sem ekki hefur verið
gert enn, hverju sem um er að
kenna. Skýring gæti verið sú að
engir nemendur voru í 4. áfanga
og því hafi þetta dregist.
S.Á.
Skýrsla Iðnréttinda-
nefndar HÍP.
Frá því síðasta grein um iðn-
réttindamál var skrifuð, 11.
desember 1978, hefur það helst
gerst að bréf barst frá GSF til
HÍP dags. 11. janúar 1979. Voru
félagsmenn HÍP í Gutenberg
ásakaðir um að hafa gerst
„mjög brotlegir á starfssviði
GSF.“ Rætt var við starfsmenn
Gutenbergs (bæði félagsmenn
HÍP og GSF) og kannaðist
enginn við að ásakanir þessar
væru á rökum reistar.
Var þá óskað nánari skýringa
frá GSF á þessum ásökunum og
fengust þær í bréfi dags. 9.
febrúar 1979. Þarsegir: „Utskot
á einstökum ljóssettum síðum, á
pappír eða filmum, skreyting,
fyrir offset, ásamt ífellingu
mynda svo og plötutaka til-
heyra þeim sem hafa iðnréttindi
í skeytingu og plötugerð og er
því á starfssviði Grafíska
sveinafélagsins.“
Það hefur verið samdóma álit
stjórnar, iðnréttindanefndar,
fræðslunefnda og fleiri sem um
hafa fjallað, að útskot pappírs-
sáturs tilheyrði HÍP og GSF að
jöfnu. Útskot sáturs hefur verið
í námskrá og hluti af sveinsprófi
setjara og prentara árum og
áratugum saman. Þá hefur það
verið stefna sömu aðila að
samningar um mörk milli iðn-
greina grundvölluðust á þeim
vinnubrögðum sem tíðkast hafa
undanfarin ár, og ekki verið
ágreiningur um á vinnustöðum.
Meðal annars vegna þessara
mála sagði Hermann Aðal-
steinsson sig úr nefndinni 27.
janúar s.l. og var Jason Stein-
þórsson skipaður í hans stað.
Vonir manna um samstarf
félaganna til verndar fagrétt-
indum sínum hafa algjörlega
brugðist og hefur GSF ekki
ennþá tilnefnt neina aðila sem
14 _ ^rentarinn