Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 12
veruleg kjarabót fyrir okkur, eins og aðra launþega, það er því miður að núverandi ríkis- stjórn skuli ekki standa við gef- in fyrirheit. Þá komum við að spurningunni. Treystum við þessari ríkisstjórn betur en ein- hverri annarri til að ná þeim markmiðum sem er, eins ogsagt var hér að framan, að draga úr verðbólgunni og halda kaup- mættinum. Því er nauðsynlegt að haldinn sé félagsfundur um kjaramálin fljótlega og um það hvort og hvenær segja eigi upp kjarasamningum við prent- smiðjueigendur. Erlend samskipti. Árið 1975 urðu þáttaskil í samskiptum okkar við erlend félagasamtök, en þá var Nor- disk Grafisk Union (NG) stofnað. Það er samband félaga launtaka í prentsmiðjum og bókbandsstofum á Norður- löndum og því er ætlað að auka tengsl milli félaganna og sam- ræma baráttumál þeirra á þingum alþjóðasambandsins (IGF). Sambandsfundir eru haldnir á hverju vori og sérstakar ráð- stefnur á hverju hausti til skiptis í aðildarlöndunum. Allan kostnað við þessi samskipti greiðir NGU, þ.m.t. fargjöld, hótel, matur, dagpeningar og jafnvel vinnutap. Engin aðild- argjöld þurfum við að greiða, þar sem vextir af eignum NGU eru meiri en sem nemur út- gjöldum. Með aðild okkar að NGU hafa okkur opnast dyr að ó- metanlegum fróðleik og hjálp sem á að geta komið okkur að miklu gagni þegar fram í sækir. Sambandsfundur NGU var haldinn hér á íslandi dagana 28. maí — 3. júní 1978 og voru Ólafur Emilsson, Sæmundur Ámason og Hafsteinn Hjalta- son fulltrúar okkar á þeim fundi. Mun Sæmundur skýra hér á eftir nánar frá fundinum. Haustráðstefna NGU var haldin í Finnlandi 25.-29. september 1978. Ólafur Björns- son var þar fulltrúi okkar. Um- ræðuefnið var: „Tækniframfar- ir í prentiðnaði.“ Hafsteinn Hjaltason sótti Evrópska ráðstefnu, sem haldin var af Alþjóðasambandi blaða- manna (IJF) og Alþjóðasam- bandi prentiðnaðarmanna (IGF) um samdrátt í blaðaút- gáfu og nýja framleiðsluhætti í blaðaprentsmiðjum. Ráðstefn- an var haldin í V-Berlín 13.—15. nóvember 1978. Kostnaður vegna þátttöku full- trúa frá Norðurlöndum var greiddur af NGU. Boð komu frá Grafiska Fackförbundet í Svíþjóð um að við sendum einn fulltrúa með maka til að vera við þing þeirra sem haldið var 10.— 16. sept. 1978. Ákveðið var að Ólafur Emilsson yrði fulltrúi okkar. Menningar- og fræðslusam- band alþýðu (MFA) gekkst í júní 1978 fyrir vikuferð til Nor- egs fyrir trúnaðarmenn ís- lenzkra verkalýðsfélaga. HÍP var gefinn kostur á að senda fulltrúa og var auglýst eftir um- sóknum. Aðeins ein umsókn barzt frá Þórleifi Friðrikssyni trúnaðarmanni í Odda og var hún samþykkt. Hann hefur gert grein fyrir ferðinni í Prentaran- um. Sæmundur Árnason og Ólaf- ur Emilsson sóttu ráðstefnu í Rússlandi 15, —25. apríl 1979. Ráðstefnu þessa sóttu einnig þrír fulltrúar frá hverju hinna Norðurlandanna. Umræðuefn- ið var vinnuvernd og hollustu- hættir. Dagana 7.-9. maí 1979 var stjórnarfundur NGU haldinn hér í Reykjavík. Þetta var síðasti stjómarfundurinn sem haldinn er fyrir sambandsfund. Stjórn- arfundurinn var haldinn hér til að efla sambandið við okkur og kynna okkur umræðuefni sam- bandsfundarins, sem haldinn verður í júní í Svíþjóð. í framhaldi af ákvörðun fé- lagsfundar, sem skýrt hefur verið frá áður, hefur stjórnin reynt að fylgjast með á fast- eignamarkaðinum, vegna kaupa á húsnæði fyrir starfsemi félagsins. í aprílbyrjun barst vitneskja þess efnis að hentugt húsnæði gæti verið falt að Ár- múla 40 í Reykjavík. Var um að ræða ca. 560 m2 efstu hæð hússins (3ja) sem átti að skila tilbúinni undir tréverk vorið 1980 og sameign frágenginni að fullu haustið sama ár. Stjórnin gerði tilboð í húsnæði þetta, dags. 11. apríl s.l. að upphæð kr. 75 milljónir, sem greiðast áttu á byggingartíma. Er skemmst frá að segja, að ekkert gagntilboð barst, heldur aðeins það svar að gengið hefði verið að tilboði 12 — 'þrettíarimt

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað: 1.-4. tölublað (01.01.1979)
https://timarit.is/issue/354756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-4. tölublað (01.01.1979)

Aðgerðir: