Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 13
annars tilboðsgjafa. Því verður áfram reynt að fylgjast með framboði. Sameiningarmál. Allt frá áramótum hefur mikill tími verið lagður í að ná samkomulagi í samstarfsnefnd félaganna (BFÍ, GSF og HÍP) um hugmyndir að lögum og reglugerðum, ef þessi félög sameinast í eitt. Má segja að mest allt starf stjórnarinnar hafi beinst að þessu stóra máli, enda mikið í húfi. Samstarfsnefnd- inni hefur nú tekist að senda frá sér álitsgerð um hugmyndir sínar. Reiknað er með að hvert félag hafi ítarlega umfjöllun um hugmyndir nefndarinnar og geri sínar athugasemdir. Um þessi sameiningaráform verður rætt hér á fundinum undir liðnum önnur mál eins og fram hefur komið í dagskrá fundar- ins. Það er því ekki ástæða til að rekja þessi mál frekar í skýrslu stjórnar. En rétt þykir að taka fram, að það er hugmynd stjórnarinnar að boða til sér- stakra félagsfunda og vinnu- staðafunda ef óskað er eftir því, til að fá nógu mikla umræðu um sameiningaráformin. Af þessu leiðir, að framhaldsaðalfundur er nauðsynlegur annað hvort í sumar eða í haust. Sá fundur myndi þurfa að taka endanlega ákvörðun um félagsslit eða ekki. Niðurlag. Hér hafa verið rakin helztu verkefni stjórnarinnar síðast- liðið starfsár. Sjálfsagt má deila um hvort vel eða illa hafi tekizt Ljóst ætti þó að vera að mikil umræða um skýrslu þessa og skýrslur nefnda, sem hér fara á eftir, er æskileg með tilliti til þess, að næsta stjórn hafi gott vegarnesti frá þessum fundi. F.h. stjórnar Ólafur Emilsson. Skýrsla fasteignanefndar. í fasteignanefnd síðastliðið starfsár voru: Baldur H. Aspar, formaður, Kristján G. Berg- þórsson, ritari og Þórir Guð- jónsson, gjaldkeri. Síðastliðið vor, ákvað nefnd- in að ganga frá aðalvegi upp í efra hverfi í sumarbústaðalandi HÍP í Miðdal og fékk nefndin Jóhann G. Bergþórsson verk- fræðing til að gera athuganir á svæðinu. Að athugun lokinni lagði hann fram lauslega fram- kvæmdaáætlun í átta liðum ásamt lauslegri kostnaðaráætl- un upp á ca. 3 milljónir. Mestum hluta þessa verks er nú lokið, eftir er að framlengja hliðarvegi, einnig að ræsa fram á fyrirhuguðu tjaldstæði. Þá voru lagfærð tjaldstæði og gerð ný fyrir neðan neðra hverfið, settur upp vaskur ásamt tilheyrandi hreinlætisað- stöðu. Hverfisgata 21 var máluð að utan í sumar, að undangenginni meiri háttar viðgerð, sem virðist hafa tekist allvel. Margt er samt enn ógert, sem þarf bæði breyt- inga og lagfæringa við. Itrekað var reynt að ná sam- komulagi við Magnús Blöndal, *n tókst ekki, svo nefndin fékk Áma Guðjónsson hrl. til að taka það mál að sér. Þetta er það helzta sem fast- eignanefnd vann að s.l. starfsár. Baldur H. Aspar, formaður. Störf fræðslunefnda. Segja má að störf fræðslu- nefndanna hafi í aðalatriðum verið tvíþætt. Annars vegar þurfti að útbúa námskrá og námsgögn fyrir Prentskólann. Þau verk voru unnin í samstarfi við kennara skólans og Iðn- fræðsluráð. Hins vegar sáu fræðslunefndirnar, í samvinnu við Prentskólann, um námskeið þar sem reynt var eftir föngum að kynna mönnum nýja tækni og breytt vinnubrögð — sér- staklega í setningunni. Á s.l. tveimur árum hefur Prentskólinn eignast talsvert af nýjum tækjum og vélum. Ný ljósaborð og nýjar innréttingar hafa einnig verið smíðaðar í setningardeildina. Öli kennslu- aðstaða hefur batnað að mikl- um mun og um síðustu áramót bættist svo ný Linoterm-setn- ingartölva við tækjakostinn. Þetta er á margan hátt fullkom- in vél og heppileg til kennslu. Hún hefur reynzt prýðilega í alla staði. í fyrravornáðistsamkomulag um deildaskiptingu og náms- brautir í Prentskólanum og þá var jafnframt ákveðið að fela 6 manna nefnd — einum frá 'írenfarinn — 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað: 1.-4. tölublað (01.01.1979)
https://timarit.is/issue/354756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-4. tölublað (01.01.1979)

Aðgerðir: