Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 11
hækkanir eftir 1. des. 1978 miðist við 4 — 4‘/í% kauphækk- un hið mesta. Um þessa lagasetningu var haldinn félagsfundur, sem samþykkti eftirfarandi ályktun. „Fundur í Hinu íslenzka prentarafélagi, haldinn 5. des- ember 1978, fordæmir harð- lega, að enn einu sinni skuli stjórnvöld landsins grípa inn í gildandi kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins, nú með því að skerða uppbætur á laun sem koma áttu til greiðslu vegna hækkunar framfærsluvísitölu. Fundurinn vill minna á, að verðbótavísitala á laun var eitt aðalatriði „sólstöðusamning- anna“ sem nú er verið að skerða. Enda þótt ríkisstjórn sú, er nú situr, hafi haft samráð við full- trúa ASÍ um breytingar á vísi- tölubótum, gegn óljósum lof- orðum varðandi félagslegar umbætur, sem margar hverjar var búið að semja um áður, þá breytir það engu um gildi kjarasamninga einstakra félaga, þar sem einskis umboðs hefur verið leitað frá þeim af hálfu heildarsamtakanna um heimild til breytinga á gildandi kjara- samningum. Fundurinn mótmælir þeim vinnubrögðum forystumanna ASÍ, að boða ekki til formanna- eða kjaramálaráðstefnu nú eins og áður, þar sem stefna verka- lýðshreyfingarinnar yrði mörk- uð í kaup- og kjaramálum fyrir næsta ár, þar er þá má búast við frekari kjaraskerðingu, skv. at- hugasemdum sem fylgdu frum- varpi um viðnám gegn verð- bólgu. Fundurinn mótmælir því harðlega, að verðbólguþróunin stafi af of háu kaupgjaldi hjá fólki sem fær greitt samkvæmt samningum verkalýðsfélag- anna. Það er almennt viður- kennt, að engum er mögulegt að lifa af dagvinnutekjum einum saman og kaupgjald verkafólks á íslandi er sannanlega mikið lægra miðað við kaupmátt en í öllum nágrannalöndum okkar, þar sem verðbólga er aðeins brot af því sem hér þekkist. Þess vegna mótmælir fund- urinn því harðlega, að nokkrar pólitískar ráðstafanir séu gerðar af stjórnvöldum, og einstaka forystumönnum ASÍ í efna- hagsmálum, sem leiða til skerð- ingar á kaupmætti launa eða breytinga á frjálsum samn- ingum. Fundurinn lítur svo á, að kjaraskerðingin nú sé bráða- birgðaráðstöfun sem ekki leysi þann verðbólguvanda sem við er að glíma, heldur aðeins frestur til stjórnvalda — frestur sem hvetur þau ekki til að leggja fram lausn til frambúðar — lausn sem dregur úr verðbólgu og tryggir kaupmátt launa, sem var þó eitt af mörgum loforðum núverandi stjórnarflokka." Á fundi Fulltrúaráðs 24. jan- úar 1979 var svo til umræðu uppsögn samninga og urðu miklar umræður og sýndist sitt hverjum. I lok fundarins var síðan samþykkt að bíða hent- ugri tíma með uppsögnina. Fylgst yrði með framvindu kaupgjaldsmála. I fréttabréfi Kjararannsókn- arnefndar nr. 43 segir: Á 4. ársfjórðungi 1978 hækk- aði vísitala framfærslukostnað- ar um 6,3% frá 3. ársfjórðungi ársins áður. Vísitala vöru og þjónustu hækkaði á sama tíma um 6,6%. Hins vegar hækkaði greitt tímakaup hjá verka- mönnum um 8,5%, hjá iðnað- armönnum um 10,3% og um 8,4% hjá verkakonum. Ljóst er því að kaupmáttur greidds tímakaups jókst verulega á síð- asta fjórðungi liðins árs. Þegar árið 1978 er borið saman við árið á undan, kemur fram, að á sama tíma og vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 44,1% hækkaði greitt tíma- kaup verkamanna um 52,3%, tímakaup verkakvenna um 59,4% og tímakaup iðnaðar- manna um 48% samkvæmt úr- taki Kjararannsóknarnefndar. Miðað við þetta hefur kaup- máttur tímakaups verkamanna aukist um 5,7%, verkakvenna um 10,6% og iðnaðarmanna um 2,7%. Hjá verkamönnum var kaupmátturinn á síðasta ári svipaður og á árinu 1974 er hann gerðist mestur, hjá verka- konum töluvert hærri, en nokk- uð vantar á, að kaupmáttur iðnaðarmanna nái hámarkinu frá 1974. I dag, þegar þessi aðalfundur er haldinn, eru blikur á lofti. Ein tekjuhæsta launastétt landsins, flugmenn, hafa fengið í hækkun mánaðarlauna meira en mánaðarlaun okkar. Opin- berir starfsmenn hafa hafnað tilboði um verkfallsrétt og fá því umsamda 3% grunnkaups- hækkun. Gífurleg verðhækkun hefur orðið á opinberri þjón- ustu og ekkert útlit er fyrir að ríkisstjórninni takist að ráða niðurlögum verðbólgunnar. I kjölfarið má búast við að kaup- mátturinn minnki verulega næstu vikur og mánuði, sér- staklega þar sem ríkisstjórnin hefur staðið að breytingum á vísitölugrundvellinum. Því virðist allt benda í þá átt, að ríkisstjórnin sé að missa stuðn- ing meirihluta verkalýðshreyf- ingarinnar, sem studdi hana til valda, í því skyni að minnka verðbólguna en halda kaup- mættinum. Þessi markmið yrðu 'íJreníarfnn — 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað: 1.-4. tölublað (01.01.1979)
https://timarit.is/issue/354756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-4. tölublað (01.01.1979)

Aðgerðir: