Prentarinn - 01.01.1979, Blaðsíða 15
við gætum snúið okkur til, þrátt
fyrir góðar undirtektir í byrjun.
Bókbindarar tilnefndu hins
vegar menn strax.
Þar sem svo hefur virst, und-
anfarnar vikur og mánuði, að
ágreiningsmál GSF og HÍP um
fagréttindi væru að leysast, hef-
ur nefndin haldið að sér hönd-
um og ekki viljað fara ein út í
tvísýnar aðgerðir. Nú hafa fé-
lögin loks getað komið sér sam-
an um að skipa í nefnd sem á að
leysa fagréttindaágreininginn.
Hillir þá kannske undir að hægt
verði að snúa sér að þriðja aðila,
þ.e. ófaglærðu fólki á starfssviði
félaganna. En sá aðili hefur svo
sannarlega blómstrað á meðan
félögin bítast.
12. mai 1979
F.h. Iðnréttindanefndar
Rafn A rnason.
NGU-fundur.
Eins og fram kemur í skýrslu
stjórnar var aðalfundur NGU
haldinn hér á landi dagana 28.
maí til 3. júní 1978, en aðal-
fundir NGU eru haldnir til
skiptis í aðildarlöndunum og
var þetta í fyrsta sinn sem
fundurinn er haldinn hér á
landi. Til undirbúnings þingsins
var skipuð nefnd sem í voru
fulltrúar frá B.F.Í., G.S.F. og
H.Í.P. og sá hún um allan und-
irbúning að þinginu þ.e. að
panta hótel, mat, sjá um ferðir,
útbúa þinggögn og annað sem
til þurfti. Fulltrúar H.Í.P. á
þinginu voru þeir Ólafur Em-
ilsson, Hafsteinn Hjaltason og
Sæmundur Árnason, en þeir
tveir síðasttöldu voru áheymar-
fulltrúar.
Hinir erlendu fulltrúar, sem
flestir höfðu konur sínar með
komu til landsins 28. maí og þá
um kvöldið var kvöldverður á
Hótel Sögu en þar var þingið
síðan haldið.
Fjöldi fulltrúa var 27 og með
eiginkonum um 45.
Sjálft þingið hófst síðan
mánudaginn 29. maí með upp-
töku B.F.Í. í NGU og síðan
voru fundarstörf þann dag og
næsta dag, þ.e. hefðbundin að-
alfundarstörf sem ég mun ekki
rekja hér í smáatriðum, en þar
voru reikningar samþykktir,
fluttar skýrslur landanna og
skýrslur frá ráðstefnum á veg-
um NGU o.fl.
Á miðvikudag var farið í ferð
til Þingvalla og að Gullfossi og
Geysi í boði H.Í.P. og um
kvöldið var móttaka í félags-
heimilinu. í þessa ferð var
einnig boðið þeim félögum í
H.Í.P., sem höfðu haft sam-
skipti við hina erlendu fulltrúa
á liðnum árum.
Á fimmtudag lauk síðan eig-
inlegum þingstörfum með því
að ákveða stað og tíma fyrir
næstu ráðstefnu NGU, sem var
í Finnlandi í september 1978 og
næsta þing sem haldið var í
Svíþjóð í júní s.l.
Á föstudag var farið til Vest-
mannaeyja og vakti sú ferð
geysilega hrifningu hinna er-
lendu fulltrúa.
Þá daga sem fundir voru var
sérstök dagskrá fyrir konurnar
þ.e. skoðunarferðir o.þ.h. Þá er
þess ógetið að á meðan þingið
stóð var sameiginlegur fundur
B.F.Í., G.S.F. og H.Í.P. um
sameiningarmálin þar sem hinir
erlendu fulltrúar héldu fram-
söguerindi og svöruðu fyrir-
spurnum um það hvernig þeir
hefðu staðið að þessum málum.
Þingið tókst í alla staði mjög
vel og rómuðu hinir erlendu
gestir mjög alla stjórn fundanna
og umgjörð. Þá var hlutur
starfsfólks Hótel Sögu mjög til
fyrirmyndar og öll þjónusta þar
frábær. Þá er og ótalinn hlutur
Jóhönnu Jóhannsdóttur, sem
var túlkur okkar á þinginu og
vann sitt starf af kostgæfni eins
og ávallt áður. ^ ^
Skýrsla orlofsheimilisnefndar
1978
Umsóknir um orlofsheimilin
í Miðdal á sumrinu 1978 voru
35—40 talsins, en dvalarvikur
alls 84.
Þótt umsóknir væru sem oft
áður flestar um tímabilin í júlí
og ágúst var með góðri sam-
vinnu við umsækjendur hægt
að verða við óskum þeirra allra.
Það sem á vantaði, til þess að
nýting orlofsheimilanna yrði
sem bezt var leigt félögum, sem
ávallt eru til viðræðu um þau
tímabil sem laus eru eftir út-
hlutun. Var nýting orlofs-
heimilanna því svipuð og und-
anfarin ár.
26 umsóknir bárust um or-
lofsheimilið í Fnjóskadal, þar af
frá fjórum sem áður höfðu
dvalið þar og komu því ekki til
greina við úthlutun. Þeir 22
umsækjendur, sem þá voru eftir
og dregið var um við úthlutun,
sóttu um tímabil sem hér segir:
1 sótti um og fékk vikuna
3/6—10/6. Hinir, 21 að tölu,
sóttu um vikurnar frá
17/6 — 9/9. Alls var því orlofs-
heimilið norðan heiðar notað í
^renfarinn — 15