Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 9
 Það olli ekki lítilli hrifningu miðvikudaginn 15» okt. s.l., þegar rek- tor kallaði nemendur inn á sal í öðrum tíma og tilkynnti, að farið yrði til Heklu klukkan ellefu sama dag. Skund- uðu menn £>á heim hið bráðasta og bjuggu sig út með nesti og nýja skó. Um ellefu- leytið voru flestir mættir, en samkvæmt gamalli og góðri venju í þessum skóla tók það sinn tíma að koma sór í bílana, svo að ekki var lagt af stað fyrr en undir kl. 12. Veður var, eins og helzt varð á kosið, alheiðskír himinn, örlít- ið frost og gola sama og engin. BÍlarnir, sem fluttu fólkið,voru tólf talsins, og auk þess lítill bxll með nokkra kennara, Þátttakendur far- arinnar voru því eitthvað um 3oo að tÖlu. Ferðin austur gekk yfirleitt vel, ef \xndan er skilin tveggja tíma töf á Selfossi vegna bilunar eins bilsins cg annað bví líkt, sem alltaf verður að gera ráð fyrir. Á. Selfossi var borðað, en síðan reyndu menn að drepa þessa tvo tíma með ýmsu móti, m,a0 með því að skoða bina stórfurðulegu verzlun Kaupfólags árnesinga, sem talin er hm fullkomnasta sinnar tegundar hór á landi, ÞÓtti sumum það allundarlegt að rekast á slíkt fyrirbæri í litlu þorpi uti á landi , og varð einum að orði, að það væri álíka og að finna neðanjarðar- vatnssalerni í ódáðahrauni. ÞÓtti sú samlíking smellin. Seint og síðar meir var svo haldið áfram og ekið eins og leið liggur austur yfir Þjórsá og Ytri-Rangá og síðan upp RangárvelliYfir Þjórsárbrúna urðu allir að ganga, því að hún er ekki talin þola fullfermda bxla. FÓr síðan mikið af hópn* um út á brúna í einu, svo að áhöld eru um , hvort hefði orðið þyngra, einn bíll með 25 manns eða um 3oo manna hópur. Hvað um það, Það var tilbreyting að fá sór svo lítið ferskt loft og liðka fæturna. Einnig fengu myndasmiðir ferðai innar þarna ágætt tækxfæri til afmynd- unar, og var óspart^smellt afV Eftir 1 hæfxlega við-dvöl við Þjórsá var enn lat j upp og þá ekið stanzlaust að Næfurholti; í bílunum höfðu menn ofan af fyrir sór með því að gera að gamni sínu, syng (jafnvel þótt bæði vantaði rödd og log-- visi) , ræða um landsins gagn og nauðeyu;. framh, a bxs. lo.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.