Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 3
1-2 fbl. október-nóvem'ber 1947. 23. arg. orsmci Með þessu blaði er hafinn 23« ar- gangur Skólahlaðsins. Að líkindum verður útgafu þess enn hagað með svipuðum hætti og undanfarið, svo framarlega sem engir óviðráðanlegir örðugleikar verða Þrándur í Götu þess. Þege.r nú Skólahlaðið vitjar ykkar enn einu sinni, er það með ein- dregnum tilmælum okkar, að þið styðjið það með ráðum og dáð og kappkostið að gera það sem fjölhreyttast og læsileg- ast. Mikið hefir ve.ntað á, að nemendur legðu hlaðinu lið sitt og krafta, enda hefur það oft horið þess leiðinleg vitni. Menn eru furðanlega óframfærnir að hirta skrif sín og áhugamál fyrir augum fjöldans og láta sór ekki skilj- ast, að ve.rla verður hart a tekið, þo að einhverjir vankantar sóu á smxðinni. Aðstandendur Skólahlaðsins hafa oftast orðið fyrir meira og órettmætara | aðkasti en nokkrir aðrir emhættismenn nemenda. Að vísu verður að jata, að starfsemi Skólahlaðsins hlýtur að veru- j legu leyti að hvíla á ritstjórn þess, en 1 þeir , sem að hlaðinu hafa unnið, munu áreiðanlega vera sammála um, að efnis- söfnun og allur annar undirhúningur að útgáfu þess er ærið verkefni fimm manna ritnefndar. En sannleikurinn er raunar sá, að Skólahlaðið er sá þáttur í fólagslífi j nemenda, sem mestum framförum hefur tekið | á sama tíma, er Önnur félagsstarfsemi skólans veslast upp, Enginn vafi er á því, að í öllum þeim fjölda, sem nú eru í skólanum, hlýtui að leynast margt pennafærra manna, er grafa pund sitt í jörðu. Þeir og nemendur yfirleitt ættu að gera sór þess ljosari grein, að Skola- hlaðið hlýtur að meira eða minna leyti að vera spegilmynd þeirra á hverjum tíma, og það er því þegnskaparskylda ykkar allr. að vinna að velferð þess og viðgangi. E. J.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.