Litli Bergþór - 02.03.1987, Page 13

Litli Bergþór - 02.03.1987, Page 13
11 HELLUDALUR. Glampi er fornt býli, viö samnefndan læk, sem engar heim- ildir eru til um. Eitthvað er af tóftum þarna í kring, sem vafalaust hafa tilheyrt býlinu. Sumarfjósa- tóft er ein af örfáum fjóstóftum sem varóveitst hafa i Biskupstungum. Á neóri hluta túns sem er ofanvert á milli ibúóarhúsanna i Helludal, er fornt friólýst garólag. 1 túninu neóan við bæ Steinars eru svonefndar Goðatóftir, þar er talió vera fornt bæjarstæói og hof. Stuttu noróan vió Markagil, rétt ofan við sumarhús S.S. S. , er Laugartorfa , en þar eru frió- lýstar þingbúóatóftir. Þar fundust nú 4 tóftir, en i eldri heimildum eru taldar 12 eóa fleiri tóftir þar, en erfitt er aó greina tóftirnar i skóginum. HOLTAKOT OG HJARÐARLAND. Þar er gamalt bæjarstæói, er heitir i Holtum og hefur lengi verió friólýst. Á mörkum ,MÚla og Hjarðarlands er fornt garölag, Útgaröur, sem þyrfti aó at- huga nánar. Gömlu Tungnaréttirnar vió Tungufljót ber aó vernda i heild. HLÍÐARTÚN. Rétt ofan vió fjósió var kirkjugarður, sem sléttaó var yfir. Bein úr honum fundust þegar grafiö var fyrir hlöóunni. Ekki var vitaó um aó þarna væri kirkjugarður. HÖFÐI. Huldufólkslaut mátti ekki slá, þvi þá átti skepna aö drepast eóa eitthvað aö koma fyrir. Hún var einu sinni slegin, og þá drapst besta kúin. Nokkru noróan viö bæinn voru miklar tóftir, þar sem heitir HÓlar. Þær voru sléttaóar út fyrir um 30 árum, en þar má vafalaust finna einhverjar leifar enn. IÐA. í Ióuhólum, sem eru á mótum Stóru-Laxár og Hvitár eru tóftir af býli, sem engar sagnir eru til um. Þar var grafinn prufuskuróur á siðast- liönu sumri, og taldi Guömundur Ólafsson fornleifafræóingur aö þetta væri ekki gamalt býli, þvi gólfskán var litil þarna. Þvi þykir mér undar- legt aö hvergi skuli getió um þaö i rituóum heimildum. Nokkrir munir hafa fundist þarna. í mýrinni upp af Ióu- hólum er kerfi af áveitugörðum, sem eru óskemmdir, þvi litió hefur verió grafió i mýrinni. Voru þeir teknir sem gott dæmi um áveitugaróa. KJARANSTAÐIR. Þjóöminjasafnió vildi láta varöveita ibúóarhúsió, sem dæmi um eldri byggingarstil, sem nú er aö hverfa. KJARNHOLT. Fagurhóll er álagablettur rétt noróan viö bæinn. Vió Hrafnabjörg rétt sunnan heimreiöar, er fallega hlaóin fjárhústóft, og standa grjót- hleóslur vel enn. Stuttu sunnan heim- reióar að Kjarnholtum II, eru kviar, einar af fáum slikum i sveitinni. LALJGARÁS. Beint ofan viö vatnsveitu- skúr eru tóftir af einsetumannakofa, en þar bjó Roöa - Teitur. Þetta viröast gamlar tóftir. Austan til á Laugar- ásnum er mikill hringur, sem var hey- garður frá Skálholti á meóan Skálholt átti slægju i Auðsholti og var heyið geymt þarna á vetrum. Þjóósaga tengist Draugahver. LITLA-FLJÓT. Austan undir Gildurás, sem er inn undir Flókatjörn, er tóft af litlum smalakofa, en þeir eru ekki margir i sveitinni. MIÐHÚS. Borgarhólnum fylgja þau álög aö hann má ekki hreyfa. Tjarnarhús er i fjárhústóft inn við Mióhúsa- tjarnir. Þar er mjög góó grjót- hleðsla i veggjum. MIKLAHOLT. 1 Selinu eru margar tóftir og misgamlar, en þarna var áóur sel frá Skálholti. Svæöió verður aö vernda sem eina heild, en austan við það er Selbrunnur sem ætti aó fylgja meö. Rétt austan viö Staó- arhús,en þar voru hús frá staðnum (Skálholti), eru leifar af 3 fjár- borgum, sem eru vafalaust nokkuö gamlar. Viö Grænuborgir eru nokkrar tóftir, misgamlar, sem ástæóa er til aö athuga betur. Þrælagaróur er fornt garólag frá þvi á landnámsöld, sem liggur frá Brúará á móts viö Böö- móösstaói yfir aö Tungufljóti, vió Hrosshagavik. Hann liggur aó Þræla- steini, sem er ofan vió túnió i Miklaholti, en um hann eru til ýmsar sagnir. NEÐRI-DALUR. Neöan viö Ólafskofa er Ólafsleiöi, en öll leiöi eru friðuó. Rétt viö Ólafsleiöi er gamla bæjar- stæöió, sem lagðist af vegna skrióu, sem féll á bæinn fyrir 1709. Sagnir eru um bænhús, en ekki er vitað hvar þaó var. REYKJAVELLIR. Reykjava11arétt er neóanvert vió Kotslækinn, en i henni var réttaó framan úr Skálholtssókn og upp aö Felli.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.