Litli Bergþór - 02.03.1987, Page 19
- Ur OýarJa&rt ÓJia^lós/OfJd/i
'Us -
örlitill formáli
Þaó er trúlega farió aó fyrnast
fyrir sumum Tungnamönnum, aó Skál-
holtskirkja varó, aó boói konungs,
annexia frá Torfastöóum árió 1785,
þegar biskupsstóllinn var fluttur
suöur. Stóó sú skipan til ársins
1880, en þá var Skálholtssókn lögö
undir Ólafsvallaprestakal1. Þaó
prestakall var meó lögum lagt nióur
árió 1907, og skyldi Skálholtssókn
þá aftur ganga undir Torfastaöaprest.
Þaó komst þó ekki til framkvæmda fyrr
en aó sira Brynjólfi á Ólafsvöllum
látnum, árió 1925. Þvi er enn á lifi
eldra fólk i Biskupstungum, sem man
vel sira Brynjólf og kann sögur af
kynlegum háttum hans. Fundargeróin
sem fer hér á eftir, er trúlega frá
fyrsta safnaöarfundi i Skálholtssókn,
eftir aó sira Eirikur tók vió sókn-
inni. Hún er fremst i Gjöröabókinni,
skráö meö hendi sira Eiriks. Efst á
fyrstu siöu hefur hann skrifað:
"Afrit af lausu blaði."
Fundargeróin
Almennur safnaöarfundur var, aó boói
sóknarnefndar, haldinn i Skálholti á
páskadag eftir messu 1928.
Þar eö engin fundageröabók hefur
verió til fyrir kirkjuna, en funda-
geróir veriö skrifaóar á laus blöö,
sem hafa glatazt, þá varö ekki séó, hve
lengi hin núverandi sóknarnefnd og
safnaöarfulltrúi hafa setið. En
kirkjubóndinn, Jörundur Brynjólfsson,
bauóst til aö leggja kirkjunni til
slika bók.
Vegna þess, sem aö framan segir,
þótti rétt aö kjósa nýja sóknarnefnd og
auðvitaó einnig safnaöarfulltrúa.
Kosningu hlutu: Jön H. Wium á Ióu og
Viglundur Helgason i Höföa, báöir
endurkosnir, og Steinunn Egilsdóttir á
Spóastöóum i staö Skúla læknis Árna-
sonar, sem nú er fluttur til Reykja-
vikur.
Safnaóarfulltrúi var endurkosinn,
Guómundur Lýósson á Fjalli.
Þá var rætt um söng i kirkjunni
eftirleiðis. Talaöist svo til, aö
ungfrú Hansina J. Wium á Ióu stýröi
söng þar næsta ár og fengi kr. 2,00
fyrir hverja feró, er hún færi i þeim
erindagjöröum. En orgel lofaði hús-
freyja staðarins, Þjóóbjörg Þóröar-
dóttir, aó lána.
Fleira eigi rætt.
Fundagerö lesin upp og samþykkt.
1 sóknarnefnd Skálholtskirkju,
Jón H. Wium Viglundur Helgason.
Og duggunarlitill eftirmáli
Á skólaárum minum vann ég allmörg
sumur i kirkjugöróum Reykjavikur,
einkum þó i nýja garóinum, sem svo var
kallaður þá, i Fossvogi. Var ég þá
ýmist grafari, sláttumaóur eóa smiöur.
Þar voru þá samtiða mér einir fimm
rosknir bændur, sem komnir voru suóur á
mölina, allir sómakarlar. Tveir voru
Húnvetningar, Eóvarö Hallgrimsson og
Jón Hjartarson, glaósinna báöir og
skemmtilegir, Jón siyrkjandi, byrjaði
ævinlega á botninum, muldrandi hálf-
hátt, en byggöi sióan ofan á eóa
prjónaói framan vió. Hinir voru Árnes-
ingar: Þóróur Magnússon frá Hvitár-
holti, kappsamur og skjótráöur,
stundum um of, en góður drengur, og
svo Tungnamenn tveir, Guóni Þórarinsson
frá Kjaransstöóum, hæglátur hagyróingur
barnslega hrekklaus og góógjarn, og
loks Jón Wium frá Ióu. Jón var
Skaftfellingur aö kyni, en mun hafa
verió kominn hingaö vestur fyrir
aldamót. Hann var friður maóur og
virðulegur i fasi, einstakt snyrti-
menni og bar sig manna bezt. Ræddi
ég oft við hann, en þá helzt, ef viö
vorum einir saman, þvi aó hann var
enginn málskrafsmaóur i fjölmenni.
Ekki leiddi ég hugann aó þvi þá, aö
hann heföi verið sóknarnefndarmaóur
Skálholtskirkju, um þær mundir sem
ég kom i þennan heim. Og enn sióur
grunaöi mig, aó ég ætti siðar aö
veröa prestur vió þá kirkju og
eignast fjármark Jóns.
Þessir menn unnu allir vió slátt og
umhirðu grafreita. Þeir tóku ekki
grafir. Sá hét Guömundur Jónsson,
sem tók þær flestar, allmiklu yngri
maóur, þótt mér þætti hann þá vera
mióaldra. Naumast mun nokkur maóur,
hérlendur, hafa tekið fleiri grafir
aó Islendingum meö tveim höndum
sinum, fyrr né sióar. Meöal kunn-
ingja var hann nefndur Gvendur i
Skólabænum, þvi aó hann var fæddur og
uppalinn i Skólabænum, sonur Jóns
Valdasonar, ökumanns, sem þar haföi
búió. En bærinn var svo nefndur
vegna þess, aó hann stóö þar, sem
Skálholtsskóla var valinn staöur árió
1785. Skólinn sjálfur var hins vegar
nefndur Hólava1laskóli, þegar þar var
komið, og þótti ekki vegleg stofnun.