Litli Bergþór - 02.03.1987, Page 28

Litli Bergþór - 02.03.1987, Page 28
 til hungursvæða í Mali til aó dreifa mat fyrir einhverja hjálparstofnun. Voru þær að leita að einhverjum til aó koma með og hjálpa til, og buðu okkur. Þáóum við auóvitaó boöið og fórum spennt að sofa, en leggja átti af staö snemma daginn eftir. 4.4. Vöknuðum snemma til aó vera til þegar þær frönsku kæmu. Er þær komu leyst okkur nú heldur illa á bilinn, sem var langur Landrover, ekki hægt aó loka afturhurðinni, ctartaralaus og bensíntankurinn lak. Var ákveóið að rifta samningi vió eigandann og reyna aó útvega annan. Tókst þaó aó lokum, en hann gat ekki farió fyrr en daginn eftir. Notuóum við daginn til að skoöa listión innfæddra, batik, útskurö, vefnaó, bronsstyttugeró o.fl. Um kvöldið fórum viö á mjög frægan veitingastaó "Lifandi vatniö", sem nunnur reka og fengum okkur kanínusteik. Á vissu augnabliki þagnaói allt og allar nunnurnar birtust og sungu Ave Maria. Var þaö áhrifarikur og fallegur söngur. Seinna um kvöldió fórum viö i teboð, þar sem drukkið var sterkt jurta- te úr smábollum og viðhaföar alls kyns seremoniur. Einhver unaðsleg áhrif átti teið aö hafa, en ég varö aldrei var vió þau áhrif. Var farið seint i háttinn. 5.4. Eftir góóan morgunverö birtust þær frönsku á flottum bil, með þrjá 50 litra vatnsbrúsa á þakinu. Voru þeir klæddir meó striga, hann bleyttur og hélst vatnió þannig svalt i sólskininu. Var fyrst ekió eftir góðum vegi, en fljótlega fór hann aö versna. Alltaf var verið aó stoppa okkur til aö athuga öll okkar skjöl. Gróöur breyttist mikió er á daginn leió, trjám og runnum fækkaði og vorum viö komin inn i eyðimörk um kvöldió. Á leiöinni stoppuðum vió á einni lögreglustöö til aö láta fara yfir pappira okkar og sáum viö þá hvernig aöbúnaöur fanga er þarna. Var þeim hrúgað saman, mörgum i smá herbergi, lágu á steingólfi, þurftu aó gera þarfir sinar i fötu sem var i einu horninu, svo daunninn var i samræmi vió það. Skepnur fá ekki svo slæmt atlæti á verstu bæjum á Islandi. Þegar aö landamærum Burkina Faso og Mali kom, komumst viö heldur en ekki i vanda. Vió Gottskálk þurftum vegabréfsáritun til aó komast inn i landió, en hana höfóum viö ekki. MÚ voru góö ráð dýr, vió staddir inn i miöri eyðimörk i 50 stiga hita, mál- lausir og alls lausir. Þær frönsku tóku nú til sinna ráða, kölluóu landamæraveróina afsiðis og sömdu við þá, réttara sagt mútuöu þeim meó ein- hverjum lyfjum sem þær voru meó og ætluóu fólkinu á hungur- og þurrka- svæðunum. Þetta þurftu þær aó gera á þremur stöóum, þar sem vió vorum stoppuö á leiðinni til Mopti, sem er stór borg i Mali. Þegar ekió var i gegnum Mali, sá maóur aö dálitió arabiskur blær var aó veróa á öllu, auósjáanleg menning- aráhrif úr þeirri áttinni. Vió ókum fram hjá nokkrum úlfaldalestum á leióinni og höfðum reyndar alla leió- ina frá Ghana verió aö mæta flótta- fólki frá Mali og Chad, á leið i suóurátt. Einu þorpi fórum við fram hjá, þar sem mikil hátiðahöld stóöu yfir, en þaö var verið aö fagna sól- komu konungsins. Rióu menn þar um á fallega skreyttum gæðingum, bæói hestum og úlföldum. Þá tókum vió upp mann á reióhjóli i mióri eyóimörkinni. Var hann með fullan poka af döólum aftan á reió- hjólinu, svo þungan, aó teina_rnir i gjöróinni voru farnir aö bogna. Settum vió hann úr i þorpi einu, og var þar afar frumstætt fólk sem auó- sjáanlega haföi aldrei séö hvitt fólk fyrr. Hljóp þaó hrópandi aó okkur, reyndi að snerta okkur og fannst vió auósjáanleaa mjög furðuleg. Ég tók upp myndavélina og hvarf þá allt meö miklum öskrum á augabragöi. Hió sama geróist seinna þegar bilstjórinn rak sig i flautu bilsins. Þegar vió loks komumst til Mopti, var farið beint aó fá vegabréfsáritun og gekk þaó vel. Þær frönsku þekktu fólk viöa þarna, þvi þær höfóu oft farió á þessar slóóir og áttum vió að fá gistingu hjá einhverju vinafólki þeirra. Eftir máltió á góóu veitinga húsi, fórum vió til svefnstaóarins, sem var húsagaróur. Lögðumst við þar til svefns, þreytt eftir erfiöan dag, innan um hænur, asna, rollur og kýr. Ekki þurfti aö hafa áhyggjur af mos- quiotflugum i Mali, allt er svo þurrt þar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.