Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 3
2 BARNASKAPUR GUÐS Oss barn er fætt og boðin sætt. Á brott hinn dimma nótt. Þvi hljóðna sköll og heróp öll, og hugum veröur rótt. Mikið virðist nú Guó barnalegur á stundum. Helgileikinn þekkir þú eins vel og ég,- meó pappirsskrauti, gömlum fataleppum og ýmsu smáglingri, auk kertaljósanna, sem eru þó engin nýjung. Og þetta lætur hann viógangast ár eftir ár, meira aó segja kynslóð eftir kynslóð, já, öld af öld. Sögurnar eru samar, söngvarnir samir, myndirnar áþekkar. Já, sögurnar eru enn eldri en Jesús sjálfur. 1 bók gamals spámanns, sem uppi var á áttundu öld fyrir fæóingu Jesú, má enn lesa orðin, sem beindu vitringunum til Betlehem: "Og þú Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraós- borgunum i Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari i ísrael og ætterni hans vera frá umlióinni öld, frá fortiðardögum. Fyrir þvi mun Guó yfirgefa þá til þess tima, er sú hefir fætt, er fæöa skal, en þá munu leifar ættbræöra hans hverfa aftur til í sraelsmanna En svo mjög sem Guð virðist barnalegur, þegar hann talar til manna, þá er þó hitt meiri furða, aó mennirnir staldra, ár eftir ár, kynslóð eftir kynslóð og hlusta og horfa. Ekkert,- ekkert virðist tala fremur til manna en þessi gamli barnaskapur Guós. Gyóingar bióa enn Messiasar, og enn fagna kristnir menn komu hans á hverju ári. Þekkir þú einhvern sannleika sannari og betri en þennan: Guó vill bjarga sköpun sinni, sættast vió menn? Hann kemur, eins og barn, - talar eins og barn, frelsar eins og barn. Sé maðurinn guös ættar, þótt ekki væri nema örlitió i Guös mynd, hvaö er þá trúlegra aó verói honum fremur til bjargar en þessi barnaskapur? - Guó kemur til hans i þeirri mynd, sem hann kannast vió og stendur hjarta hans næst. Hann talar til hans eins og barn við barn. Hann anar i barnaskap sinum i fang böóla sinna, út i dauðann. - Hann ris upp frá dauðum, eins og sá óviti, sem ekkert kann aö hræðast. Hvaó ætti fremur aó sigra tor- timing þina en þessi barnaskapur, þessi tæra fórn og elska? Er nokkurt afl sterkara? Gleöilega hátiö i Jesú nafni.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.