Litli Bergþór - 10.12.1987, Qupperneq 16

Litli Bergþór - 10.12.1987, Qupperneq 16
15 alhr komu Þaö var á útmánuðum 1953, aó Ferða- skrifstofa ríkisins auglýsti hópferð til útlanda, nánar tiltekiö til Frakklands og Spánar. Fljúga skildi meó einum Faxanum, mig minnir Gullfaxa og að sjálfsögóu meó millilendingu i Prestvík, því flugvélar á þeim timum höfóu ekki flugþol i einum áfanga svo langa leió án mil1ilendingar. Hvaö ætli fólki fyndist um slikt i dag. Tveir ungir menn i Biskupstungunum sem og margir aórir sáu þessa auglýs- ingu, undirritaóur og Höröur Ingvars- son frá Hvitárbakka, sem nú er látinn fyrir aldur fram. Vió höfóum unnið saman á skurógröfu um nokkurt skeió og vorum góöir vinir. Þetta var talin uppgripa atvinna i þá daga, þó aldrei kæmumst viö i þau uppgrip að vinna i svokölluóu akkorói. Vió vorum þó yfirborgaóir og höfóum lengst af 25- 30kr. á timann. Þar sem bæöi vió og aórir töldu okkur stór rika, ákváóum vió að fara i þessa feró. Mágur minn Guöni heitinn Þorfinnsson sá um allan undirbúning vióvikjandi feróina, hann vann á Feróaskrifstof- unni og þar sem vió vorum i orösins fyllstu merkingu sveitamenn, kom þaó sér vel. Fljótlega varö þetta á allra vörum i sveitinni og uröu umræður lif- legar um tiltæki ungu mannanna, sumir töldu okkur gengna af göflunum og aðrir töldu okkur ekki eiga aftur- kvæmt i sveitina og vorum viö þvi kvaddir meö miklum virktum, þegar vió fórum. ... "En allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó',' eins og þar stendur. Svo rann upp hinn langþráói dagur, gengió um borö i Faxann, svolitió hikandi, en þó spenntir aó fara i ævintýraferóina. Til Frakklands var komió eftir margra tima flug og lent nokkru fyrir utan Paris. í Paris var dvalið i þrjá sólar- hringa, borgin skoóuó, kirkjur og Versalahöllin og næturlifió aö sjálfsögöu af unga fólkinu. Þetta voru stórbrotnir sólarhringar. Þá lá leiöin til Spánar sem var aöal_ feróalandió okkar. Flogiö var frá Paris til Barcelona. 1 Barcelona var dvalist i nokkra sólarhringa og skoöaö þaó helsta þar. Ég var heillaóur af þeirri borg, borgin er fögur hrein og björt, og ekki skemmir útsýnió og feguröin. Pýr- eneafjöllin i fjarska, tignarleg og fögur. Mér er minnisstætt þegar sumt unga fólkió hljóp nióur aö Mió- jaróarhafinu i 25-30 stiga hita, reif af sér fötin bak vió stein og henti sér i hafið, lygnt og fagurt. beír afíur. Sveitamennirnir úr Tungunum létu sér nægja aó fara úr sokkunum, bretta upp buxurnar og vaða út i. Eftir dvölina i Barcelona var farió i rútu og nú skyldi aka alla leió til Madrid. Þaö var þá óravegur i bil og tók langan tima, vegir mjóir, brýr þröngar og beygjur krappar, enda yfir háa fjallgaröa aó fara á þessari leió. Viöa var stoppað og gist i borgum og bæjum og má þar nefna meófram ströndinni sem fyrst var farió t.d. Valencia, Granada innar i landinu, farió yfir Granada- hálendió, komió var til Malaga, sem þúsundir útlendinga koma til nú á timum til aó sleikja sólskinió. En það sem mér fannst stórbrotn- ast var aó koma til Gibraltar, þar var mikil feguró. Gibraltarsundió, sem skilur aö Spán og Afriku, viróist örmjótt, svo meó berum augum má grilla i húsaþústir i hinni svörtu Afriku. Þá var haldió upp á leió til höfuöborgarinnar Madrid, en hún er inn i miöju landi, eins og allir vita, stendur langt ofar sjávarmáli. Á leióinni til Madrid gistum vió i tvær nætur i borginni fögru Sevilla vió Andalúsiu. 1 einum ágætum nætur- klúbb sem viö heimsóttum, sáum viö fagrar meyjar stiga mikinn stripdans meó gullband eitt klæóa, um sig miója, en þegar út var komiö voru sömu stúlkurnar klæddar tötrum, málaóar skitugar i framan, báru sig aumlega og betluóu. Kunnugir sögóu laun þeirra ekki minni fyrir betlió en dansinn.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.