Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 20
19 U7/aívtfuiumá/unv Ákveðió hefur verió aó taka upp nýjan þátt í þessu riti. Er hugmyndin aö segja frá einni grein atvinnulifs- ins hér í sveitinni í hverju blaði. Ekki hafa verió lagóar neinar linur um á hvern hátt þaó veróur gert og munu þeir sem hvern þátt skrifa hafa um þaó frjálsar hendur. Fyrsta atvinnugreinin sem um verður fjallað, er sú sem var um aldir og allt fram á siöustu áratugi hin lang veigamesta i sveitinni. Má raunar segja að þar til fyrir rúmlega hálfri öld hafi hún verió næstum eina starf- semin sem gaf af sér seljanlegar af- uróir. En þetta er lika sú grein sem um þessar mundir á i hvaó me'stri vök aó verjast. TÍmor J(orh$on. Sauáýárrœkt. \ Fyrstu tiltækar tölur um fjölda sauófjár i sveitinni eru úr Jaróa- bókinni 1709. Þá eru 57 búendur taldir eiga 5360 kindur. Þar af eru 2559 ær, 1351 sauður og annað geldfé og 1450 lömb. Árió 1916 eru kindurnar 7957 og búendur 67. ffir eru 3549, sauóir og hrútar 1887 og 2521 gemlingur. Fénu fjölgar nokk- uð jafnt og þétt næstu árin og veróur flest áriö 1933 alls 12649 kindur, 8715 ær, 1020 sauðir, 163 hrútar og 2751 gemlingur. Þar er talió rúmum 3 þúsund kindum færra árió eftir og 1945 er féö alls 7868 kindur, en búendur eru álika margir. Þá eru ærnar 6022, sauóirnir 69, hrútarnir 111 og gemlingarnir 1666. Þar meó er sauóaeigninni um þaó bil lokið, enda eru þeir aóeins einum fleiri en hundarnir samkvæmt út- drætti úr búnaóarskýrslum, geróum af hreppsstjóra, sem til eru frá árunum 1916-1945 og þessar tölur eru teknar úr. Fækkunin á sióasta hluta þessa timabils er aö sjálf- sögóu vegna mæðiveikinnar og féö er allt skoriö haustió 1951. Lömb koma tvö haustin á eftir og fénu mun hafa fjölgaö nokkuó stöóugt a.m.k. næsta áratug. Mér er ekki tiltækar tölur fyrr en frá árinu 1976 og þá eru taldar 12033 kindur. Fjöldinn er svipaóur frá ári til árs um þetta leyti, en fer brátt aó fækka og talió var aö haustið 1986 hefðu 7692 kindur verir settar á vetur. ffirnar voru 5926, hrútar 153 og gemlingar 1613. Ekki liggja fyrir tölur um ásetning i haust, þegar þetta er skrifað, en vist er aó fénu mun fækka verulega þvi öllu veröur fargaó á einum 8 bæjum svo þaó veróur varla yfir 6500 og ekki nema á svo sem 30 býlum. Ekki eru til neinar tölur um af- uröir fjárins i heild, en á siöasta ári héldu 17 bændur gkýrslur yfir féó og áttu þeir 1739 ær, sem skil- uóu aó meóaltali 22,6 kg. af kjöti i afurðum. Áætla má aö framleióslu- verómæti fjárins i sveitinni á þessu ári sé 30 til 35 milljónir króna og eru liklega einar 2 milljónir aó þakka meiri vænleika en undanfarin ár.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.