Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 10.12.1987, Blaðsíða 15
14 f~elansmá6. — LionsfréttLr.--------------------- 1 sumar sem leið unnu Lionsmenn vió lagfæringar á grasflöt, gang- stétt, hleóslum o.fl. viö Skálholts- kirkju. Var þar unnió þarft verk aö margra áliti og ekki vanþörf á þvi aó þessum staö yrði sýndur meiri sómi af Tungnamönnum en hingaó'til hefur verió. Laugardaginn 24.október sl. var fulltrúa oddvita afhentur fáni Sameinuóu þjóðanna. Var þaö gert árla dags og fest á filmu af mynda- smió Lions. Var afhending fánans liöur i sameiginlegu átaki allra Lionsklúbba um heim allan til aó heimabyggóir hvers og eins geti skartað þessum fána þegar tækifæri gef st. Lionsmenn eru nú aó undirbúa ár- lega söluferó með perur og fleira. Veröur safnað til ákveóins verkefnis aö venju, en þaó veróur tilkynnt áöur en söfnun fer af staö. Bjart er yfir starfi Lionsklúbbsins Geysis nú eins og endranær. Hæfileg endurnýjun félaga hefur átt sér staó og er þaó af hinu góöa því meó nýjum mönnum koma nýjar hugmyndir. 'Góóir gestir hafa sótt okkur heim. Jónas Bjarnason kom 7.okt. og sprengdi fundartímamörk okkar, enda ekki skritió þegar neytendamál eru annars vegar. 4.nóv. síðastlióinn kom Jón H. Sigurðsson frá Öthlió og hélt fyrir- lestur um þaö verkefni sem hann vinnur aö i Káskólanum. 2.des. er sióan von á mönnum frá Náttúruverndarráöi. Aó lokum óska ég Tungnamönnum heima og heiman alls góós og vil þakka fyrir góóar móttökur Lionsmanna, fyrr og siöar. gjtii'n JOnssof\, -J/.5.JC. punktat: Þaó er ef til vill aö bera i bakka- fullan lækinn aó ætla sér aö segja fréttir frá H.S.K. hér i Litla Bergþór, þar sem öllum sunnlendingum hefur veriö boöió upp á fúkyrói með meiru um átök innan H.S.K. i sambandi viö Lottó- hagnaó. Þaó er nú samt svo aó hjólin snúast hratt þessa dagana og þá helst i iþróttum. Körfuna og blakió ber þó hæst og skal þaó engan undra þar sem leikió er nú viö bestu lió þessa lands. 1 frjálsum iþróttum er einnig mikió unniö. Nú stefnum viö aó þvi aö vinna ÍR-inga næsta sumar og veröa þar meö besta frjálsiþróttaliö á landinu. Þaö munaöi aöeins 1 stigi sióast svo þetta er raunhæfur möguleiki. Til gamans má geta þess aó 6 einstaklingar innan H.S.K. eygja möguleika á aó komast á Ólympiuleikana næsta sumar. Þaó heföi einhverntima þótt saga til næsta bæjar. Á 35.sambandsþingi U.M.F.Í., sem haldió var á Egilsstöóum 28<-30.ágúst sl., voru samþykktar úthlutunarreglur fyrir Lottó. Þar fyrir utan sem helst snertir okkur, er aö ákveðió var aö leggja 1 milljón á næsta ári i undirbúningsvinnu i Þrastaskógi. Eins og flestir vita þá á U.M.F.Í. þar stórt landsvæói sem er aö nálgast frumskóga Afriku hvaó þéttleika snertir. Er hugmyndin aó gera Þrasta- skóg aö notalegri vin fyrir ungmenna- hreyfinguna alla. Diórik Haraldsson sem hefur setió i stjórn U.M.F.Í. um árabil, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þórir Haraldsson úr U.M.F. Vöku var kosinn i hans staó. Mikil vinna biður Þóris næstu árin ef hann ætlar aó feta i fótspor Diöriks, en sióustu 400 þriójudaga mætti Diórik á fram- kvæmdastjórnarfundi og geri aórir betur. Vil ég óska Þóri alls góós um ókomin ár. Meó félagskveðju, Björn Jonssori. rctiu: Frá hitaveitu Reykholts og nágrennis. Töluveröar framkvæmdir hafa verió og eru á döfinni hjá hitaveitunni i sumar og haust. Lögö var stofnæö aö nýrri garóyrkjustöó og endurnýjaóir gamlir stofnar aö syósta hluta hverfisins svo og frá Birkilundi aö Brautarhóli. Þessar lagnir voru úr asbesti og svo lélegar aó varla mátti hundur miga utan i þær svo ekki kæmi gat. Má nú segja aö dreifikerfi veitunnar sé komió i gott lag. Á siðasta aöalfundi hitaveitunnar var samþykkt aö taka upp svokallaó hemlakerfi á heimæöar og greióa menn þá fyrir vatnió i hlutfalli vió notkun er ekki stærö þess húsnæöis sem hita á, eins og nú er. Þessi breyting ætti aö verða til þess aó menn sjái sér hag i aö nýta vatnið sem allra best, til dæmis meö auknum hitaleiðslum i gróöur húsum og betri einangrun húsa almennt. Eins og flestir hér á Reykholtssvæö- inu urðu varir viö sióatlióinn vetur, varö oftar en einu sinni vatnslaust. Notkunin var þaö mikil aó borholan og hverinn höföu ekki undan og tankurinn tæmdist. Þar sem sýnt er að ekki veröa hemlar þessir komnir i gagnió nema aö mjög litlu leyti fyrir vetur- inn, svo og vegna þess að gróóurhúsum sem og ibúóarhúsum hefur fjölgaö, verða menn aö taka höndum saman og spara vatn i kuldaköstum, ef ekki á illa aó fara. JÞM

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.