Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 8
Eftir Ólaf Stefánsson Teikningar: Björg Ólafsdóttir Það var núna í janúar, í ótíðinni, sem ekki sér enn fyrir endann á þó komið sé fram í mars. Ég hafði ekki komist í búð nokkuð lengi og það var lítið orðið til í skápunum. Ég settist inn í kompu mína, sem venjulega heitir símaherbergi, en er stundum heiðruð með nafn- inu skrifstofa. Ég var að bíða eftir kvöldmatnum og klukkuna vantar stundar- fjórðung í sjö. I útvarpinu er verið að lesa veðurfregnir: "Veðrið kl 18. Reykjavík. Suðaustan 7 vindstig, élja- gangur. Frost 4 stig." Mér verður litið út um gluggann og þar er svipað veður. Það er ekki útlit um fyrir að ég komist á Selfoss á morgun eins og ég ætlaði. Þá fór ég að pára þessa lýsingu: Það er jagandi éljagangur, janúar er í garði. (ósköp er ég svangur,) -og útsynningurinn harði. Að versla kemst ég varla, vegirnir þaktir sncevi. Hungurvofur hátt kalla. Hrikaleg er vor œvi. Sœmir þó síst að kveina, sitjum við hér við ylinn. Öll erum inni og heima, enginn þarfút í bylinn. Eins hafa ekki orðið, áföll úti né inni. Þó vescelt sé verðarborðið og vistirnar sífellt minni. Þegar þetta var komið á blaðið heyrðist aftur frá útvarpinu: “Veðurhorfur næsta sólarhring: Búist er við stormi á öllum miðum og djúpum. Um sex hundruð km suðvestur af Reykjanesi er kröpp lægð á leið norðaustur.” Þetta var sem sé hversdagssaga þurrabúðar- manns úr ótíðinni. Eins þeirra forsjálu, sem ekki hafa að sér á haustin og slátra heima bæði dilkum og ám og leggja til búsins a.m.k. hálft hross. En kannski er það ekki versti eiginleiki Islendingsins, að vera Hcekkar nú himnesk sólin, hcenufet á degi. Sjást bráðum Citroen hjólin, svífa um auða vegi. Gleymist þá gaddurinn harði þá grimmur vetur er liðinn. Vor kemur fyrr en varði. Vittu, nú styttist biðin. fljótur að gleyma óblíðum sökum náttúruaflanna, en vona f þess stað á betri tíð, langt út yfir alla skynsemi. Þannig höfum við komist af í þessu landi. Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.