Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 6
Þegar minnst er þrengingar í hefðbundnum landbúnaði og nýj ar búgreinar sem lausn á þeim vanda kemur margt upp í hugann hjáfólki. Fyrstu viðbrögð verða oft neikvæð eins og fyrirsögnin á þessum pistli. Sú ríkjandi trú er að ef eitthvað gangi vel fari allir í það og þar með sé markaðurinn sprunginn af offramboði. Þessi skoðun á við um þröngan innanlandsmarkað svosemágrænmeti. Efframleitt er á alþjóðamarkað segir íslensk ffamleiðsla lítið en er þá auðvitað háð þeim markaði sem býðst svo sem verið hefur í loðskinnum. Ef aldrei er tekin áhætta verður framþróunin engin. Þegar við förum fram úr rúminu á morgn- ana tökum við fyrstu áhættu dagsins. Sumum finnst þetta nóg fyrir hádegi, aðrir taka fleiri ti • ✓ >> sjensa . Hér verður minnst á þrjár búgreinar sem henta vel með öðrum búskap. Kornrækt: Nú á síðustu árum hefur áhugi á kornrækt farið vaxandi og árangur þeirra sem prófað hafa verið ótrúlega góður sum árin. Það sem gerir þetta álitlegt nú er einkum þetta: 1. Kornverð hefur farið hlut- fallslega hækkandi í heiminum og er skattlagt hér. 2. Tækni við þreskingu og þurrkun fullkomnari og minna háð veðri en áðurvar. Þreskivélar eru nú mjög afkastamiklar og meðfærilegar, þannig að ein vél gæti dugað heilli sveit. 3. Flestir bændur eru hættir að stækka tún en þurfa að endurrækta reglulega þar sem kornrækt gæti komið inn í sem millibilsræktun. 4. Ef kornið þroskast ekki er áhættan mun minni en áður var því nú er hægt að slá það og verka í rúlluböggum. 5. Fóðurblöndunarfyrirtæki em tilbúin að taka kornið og vinna það í fóðurblöndur sem henta því búfé sem bóndinn hefur. Nú legg ég til að Búnaðarfélagið standi fyrir tilraun í kornrækt hj á tveimur eða fleiri bændum, fái leiðbeinanda og safni saman niðurstöðum öðrum til nota. Fiskeldi: Sem búgrein hefur fiskeldi lítið verið inni í myndinni. Þó hafa einstaka ævintýramenn verið að fikta við þetta. Fiskeldimáskiptaítvennt, það er seiðaeldi og matfískeldi. Seiðaeldi er mun vandasamara og krefst fullkominnar aðstöðu. Nú um sinn virðist vera nóg komið að seiðaeldisstöðvum. Matfiskeldi hefur fram að þessu verið eingöngu í söltu vatni, því laxinn vex mun hraðar í söltu vatni en fersku. Nú síðustu ár hefur verðið á silungi hækkað verulegaíhlutfalliviðlax. Áhugi á silungseldi hefur þá auðvitað aukist. Silungur er öðruvísi en lax að því leyti að hann vex hraðar í köldu vatni. Einnig er hægt að ala hann eingöngu í fersku vatni. Þéttleiki í kerjum má vera um tvöfalt meiri hjá silungi en laxi, sem sparar fjárfestingu miðað við framleitt tonn. Við eldi á silungi þarf mikið af vatni eða 10 lítra/sek. fyrir 1 tonn af vatni. Vegna kostnaðar og rekstraröryggis er skilyrði að vatnið sé sjálfrennandi. Hér íBiskupstungumeru margir staðir sem kæmu til greina fyrir silungseldi í mismunandi stórum stíl til búdrýginda og sem aukabúgrein. Nú í sumar verður gerð tilraun á Brekku og á Spóastöðum með eldi á bleikju sem ætti að svara ýmsum spurningum um annmarka og hagkvæmi. Skógrækt: Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum skógræktarlögum sem væntan- lega verða að lögum fyrir vorið. I þessu frumvarpi segir um nytjaskóga: “Á þeim svæðum sem skógræktarskilyrði eru vænleg að mati Skógræktar ríkisins er heimilt að styrkja stofnkostnað við skógrækt allt að 90%. Þar sem margir eig- endur samliggjandi jarða koma sér saman að girða land af og rækta á því skóg, eftir samþykktri áætlun, greiðir ríkissjóður allan stofnkostnað að frátöldum kostnaði við girðingar.” Eftir þessum seinni lið er áætlunin hugsuð sem nú er ákveðin á svæðinu frá Laugarási að Reykholti sem nefnd er “Biskupstungnaáætlun”. 90% framlagið er hugsað fyrir ein- staka bændur sem taka fyrir hluta úr sinni jörð. Þá eru girðingar líka teknar með í dæmið. Þegar Biskupstungnaáætlunin sem nú er í gangi verður komin vel á rekspöl, er tímabært að undirbúa næsta svæði. Það má hugsa sér marga staði og nefni Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.