Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 18
Undirritaður átti þess kost að sækja H.S.K. þingið sem nú var haldið á Hvolsvelli. Þar sem ég hafði ekki sótt þessa samkomu síðastliðin 5-6 ár, var mjög gaman að rifja upp gamlar minn- ingar tengdar H.S.K. og hitta gamla félaga, sem haldið hafa áfram störfum á þessum vettvangi. Matmaður. Ymsar hefðir hafa haldið sínum sess á þinginu, svo sem kosning „matmanns”í lokin, þ.e.a.s. þess aðila, karls eða konu, sem þykir hafa sýnt ótvíræða yfirburði í að innbyrða þær veitingar, sem á boðstólum eru. Viðkomandi er síðan skyldur til að standa upp og sýna vöxt sinn og þakka síðan fyrir hönd hópsins fyrir þær veitingar sem bornar hafa verið fram. Siður sem vekur gjarnan kátínu og lyftir þingfulltrúum upp í erli þinghalds. Sleifarkeponi. Annar siður engu síður merkilegur er svokölluð „sleifarkeppni”. Sleifin er verðlaunagripur sem fannst á víðavangi á áningarstað við Isafjarðardjúp fyrir um 23 árum. Þá voru H.S.K. menn á leið á þingí.S.í.áísafirði. Aðgömlum sið var tekist á í þeim greinum sem til féllu og með þeim náttúrulegu áhöldum sem fundust. Að lokum stóð Hafsteinn Þorvaldsson uppi sem sigurvegari og hampaði sleifinni sem eins og áður sagði fannst á staðnum. Síðanhefurveriðkeppt um hana árlega með fáum undantekningum, oftast á þingumH.S.K. Sleifarhafi velur þá keppendur úr hópi þingfulltrúa og greinar við hæfi. Kennir þar ýmissa grasa. Þetta er hin ágætasta skemmtun og langlífi sleifarinnar er dæmi um hve útlit og verðgildi verðlaunagripa á oft lítinn þátt í þeirri ánægju sem skapast í kringum svona hefðir. A þessu þingi afhenti Unnur Stefánsdóttir, fyrrverandi sleifarhafi, Valgerði Auðuns- dóttur á Húsatóftum sleifina eftir harða keppni valinkunna þingkvenna. Þetta var smá útúrdúr, en sagan sem fylgir sleifinni er mikið lengi og merkilegri en hér kemur fram og væri gaman að fá hana í heild einhvern tíma. A þinginu núna var líka bændaglíma unglinga 20 ára og yngri. H.S.K. skoraði á Björn B. Jónsson, núverandi for- maður H.S.K., í rœðustól. Til hægri situr Guðmundur Jóns■ son fráfarandi formaður. landsúrvalið og fór með sigur af hólmi. Greinilegt er að glíma á auknum vinsældum að fagna í héraðinu. Á þinginu voru líka rædd alvar- leg málefni, sem snerta störf og framtíð H.S.K. Um 30 tillögur voru samþykktar um hin ýmsu málefni og eru hér nokkrar þeirra: 67. héraðsþing H.S.K. haldið á Hvolsvelli 25.-26.febrúar 1989, samþykkireftirfarandi skiptingu á öllum lottótekjum sambandsins næstu 2 ár: l.Lottótekjur skiptast þannig: I. 5% í Afreksmannasióð H.S.K II. 30% til H.S.K. III. 65% tilaðildarfélagaH.S.K. 2. Skipting milli félaganna: A. 15% jafnt milli allra aðildarfélaganna. B. 10% eftir fjölda mættra fulltrúa á H.S.K. þingi C. 15% eftir fjölda félaga, 16 ára og eldri. D. 60%eftirfjöldafélaga7til 15 ára. LitliBergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.