Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 16
Eftirlit... - frh eftir kl. 8-9 á kvöldin og oft var það sem ég kom ekki í náttstað fyrr en kl. 2 að nóttu því stundum seinkaði hópum. Til dæmis einum um sólarhring, en það vom Þingeyingar að koma úr Amarfelli. Þeir ætluðu að gista í Svartárbotnum. Þeir hrepptu vont veður, villtust eitthvað í þoku og veikindi töfðu ferð þeirra. Eg fór í Kerlingarfjöll um kvöldið að gá að þessum hóp. Hann kom í Kerlingarfjöll um miðja nóttina, hrakinn og frekar illa til reika og kom svo í S vartárbotna kvöldið eftir og átti þar góða nótt. Einstaka útlendingar komu við hjá mér, en það voru aðallega hjólreiðamenn. Stundumfórég til byggða þegar lítið var um að vera til mataraðdrátta og þvo af mér rykið. Þá var gott að fara innúr aftur seinnipart dags og koma við í Sandárbragga og vita hvort þar væru næturgestir. Þá sá ég í sjónauka hvort einhverjir væruíFremstaveri. Þaðsparaði oft akstur að bregða sjón- aukanum fyrir sig. Eg hafði það fyrir reglu að tína drasl með veginum í hverri ferð, svo sem bjórdósirogannaðdrasl. Tvisvar komst ég til Hveravalla með hey tilsölu. HestamannafélagiðLogi sá um útvegun heysins og Sauðfjárveikiveijan seldi það. í fyrri ferðinni fór ég með 50 bagga og grasköggla að auki. í hitt skiptið fór ég með 150 bagga ásamt 50 böggum í Hvítámes og Svartárbotna. Þetta var töluvert hlass ávörubílinn. Stundumfór ég í gönguferðir til að drepa tímann, svo sem í Kórgilið og Grjótárgljúfur. Einnig austur í Fremstaver að gamla kofanum og inn með Hvítá. Ég varð undrandi að sjá allan þann gróður sem þar var og ekki að sjá að um ofbeit væri að ræða. Einn dagur fór í að rífa hesthúsið við Fossrófulækinn, sem þar var fallið. Svo brenndi ég gamla kofann, en hann var orðinn alónýtur. Þar þarf að banna tjaldstæði næsta sumar. Þarhélt til hópur af útlendingum í hálfan mánuð í tjöldum s.l. sumar. Ég tel að gróðurinn þoli ekki slíkt. Þá þarf að taka til athugunar tjaldstæði í Hvítámesi. Tvisvar bjargaði ég lömbum úr netunum íLandgræðslugirðingunni,senni- lega fyrir tilviljun eða kannski var það vegna athygli. Stundum varmaðureins einn oghægter að vera, fjarri öllum í ofsaroki og slagveðursrigninguíhjólhýsi. Þá var gott að skríða í svefnpokann og breiða upp fyrir höfuð og láta Guð og lukkuna ráða. Ég tel að umgengni hafi verið góð miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem um Kjöl fór, en það var ótrúlegur fjöldi og allt að 80% útlendingar. Alls voru rúmar 1600 gistinætur á hestum þennan tíma á þe s sum 4 stöðum hj á mér. Þá er ótalið á Hveravöllum. Það sjá allir að þessi hross taka mikið af grasi til sinna þarfa annars staðar en á gististöðum. Að endingu vil ég þakka þeim sem heimsóttu mig í Bláfellskotið s.l. sumar. Einnig vil ég þakka þeim sem nutu fyrirgreiðslu hjá mér þetta fyrsta sumar á fjöllum, þó svo til væru undantekningar. Síðasta daginn dró ég hjólhýsið í Fremstaver og síðan í byggð. Það var einn fallegasti dagurinn í veru minni á fjöllum. Sólin vermdi af öllu sínu afli og blanka- logn. Þá kom þetta í huga mér: Er að flytja afköldum Kili. Kominti er í Fremstaver. Nú er þetta búið í bili. Birtist nœsta sumar hér. M.febrúar 1989. Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.