Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 20
A Tungnamannaafrétt 1967 Eftir Ingvar R. Ingvarsson, Hvítárbakka Fjallskilareglugerðin kveður svo á um að það skulu gerðar þrjár leitir á afréttinn á hverju hausti. Þessu hefur verið ffamfylgt frá alda öðli að ég best veit og á að vera búið að ljúka þessu viku fyrir vetur. Hreppsnefndin ákveður fardaga fyrstu leitar- manna og eftirsafnsmanna, en ekki er ákveðið hvenær farið er í síðustu leit. Reynt er að sigta upp gott veður og helst að sé tunglsljós. Þetta eru fjórir menn sem fara (hefur verið fjölgað um einnnúhinsíðariár). Núerfarið með matinn og heyið á bíl svo þetta er allt annað heldur en áður var þegar farið var með þetta á hestum. Það gat verið kaÍdsamt að búa upp á hestana, oft í snjó og frosti. Svo var einn maður bundinn með hestana á milli náttstaða á daginn, svo það voru ekki nema þrír menn sem gátu leitað. Égætlaaðsegjafráeinni slíkriferð. Húnersvosemekkert frábrugðin út af fyrir sig, og þó. Þeir sem fóru þessa ferð voru eftirtaldir menn: Ingvar Ingvarsson, Hvítárbakka, Jón Karlsson, Gýgjarhólskoti, Hár- laugur Ingvarsson, Hlíðartúni og Guðjón Gunnarsson, Tjörn. Þá voru öll trippin rekin inn í Hvítárnes og höfð þar yfir sumarið. Þau voru afgrit þar. (Illu heilli er nú búið að banna þetta og að mínum dómi er Hvítárnes verr farið fyrir bragðið. En það er önnur saga sem ekki verður rakin hér.) Trippunum var smalað í fyrsta safni. Svovareinnigíþettasinn, en hvemig sem það hefur verið, þá tókst nú ekki betur til en svo að þau sluppu út í veður og vind. Sum fóru inni Fróðárdal upp Baldheiði, önnur austur á Hreppamannaafrétt. Þeim var nú náttúrulega veitt eftirför og náðust flest, en eitt tapaðist al- veg, stökk inn úr og þar með var það úr leik. Þegar upp var staðið þá reyndist þetta vera hryssa frá EinaribóndaíKjamholtum.Mig minnir að hún hafi verið tveggja vetra,frekarenveturgömul. Svo var nú ekki fengist meira um þetta. Svovarkomiðmeðsafnið af fjalli og réttað eins og lög gera ráð fyrir. Það var föst venja að fara í eftirsafn daginn eftir Tungnaréttir og var svo í þetta sinn. Töldu nú allir víst að þeir myndu finna trippið. En það fór á annan veg, þeir sáu ekkert af því. Þáleistmönnumekkertáað það væri ofanjarðar. Þá var nú seinasta leitin eftir. Það var venj an að fara um miðj an október eða þar um bil. Þótti betra að búið væri að grána í fjöll, þá rynni féð betur saman ef eitthvað væri eftir, því þetta er mikil yfirferð af svona fáum mönnum. Við fómm viku fyrr en venj ulega, því Einar var órólegur úr af trippinu. Það áttum við að finna annað hvort dautt eða lifandi. Svo lögðum við af stað með okkar trússahesta, fómm fyrsta daginn inn í Hvítames eins og allarleitirfara. Næstadagfórum við þrír út yfir Fúlukvísl, tveir í Karlsdrátt og inn í Hrútsfellkrók og einn leitaði Hrefnubúðir og Baldheiði og inn í Þverbrekkur oghittumstþar. Síðanfórumvið austur í Fossrófur því þar lágum við næstu nótt. Einn fór með trússana beinustu leið í Fossrófur. Ekkert bar til tíðinda þann dag. Við vorum árla á fótum morguninn eftir, því nú átti að Höfundur í afrétli. leita Austurkrókinn, inn að Kjalargirðingu og út á Hvera- velli, og er það mikið svæði. Fómm við með mat á einum hesti og gátu þá allir leitað. Það var besta veður, auð jörð, en gránað áfjallatoppa. Þettagekk allt saman vel, en hvergi sáum við trippið. Sváfum við vel um nóttina. Morguninneftirskiptum við okkur, tveir fóm út í Dali og Fögmhlíð og áttu að leita út í Dali og Fögruhlíð, suður í Þverbrekkur og austur í Fossrófur, því þar átti að liggja næstu nótt. Kom það í hlut Jóns og Guðjóns að fara þetta. Við Hárlaugur bróðir fórum suður Hraun. Ég fór fyrir vestan Kjalfell en hann fyrir austan og var með trússahestinn og áttum við að hittast við kofatóft sem er suðaustaníKjalfelli. Förumvið núhvorsinaleið. Égvarmeðtvo hesta, rauðan frá mér sem hét Vakri, skeiðhestur og brún- skjóttan frá föður mínum, sem hét Laufi,^ alveg hörkugóður brokkari. Ég hugsaði með mér Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.