Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 23
Ur Baldri 1941 Vorvísur Þó aðfenni fjalla-svið frost sé enn að verki. Rumskið menn og vaknið við, vorsins-kenni-merki. Lindir hjala léttum róm, litkast balavangi. Snemma alin brosa blóm, blítt í dala-fangi. Töfrum blandast birtu-mögn, breytist landsins háttur. Líkt og standi á langri þögn, lífsins-andar-dráttur. Býlin rjúka roðnar sveit risin mjúk úr laugum. Geislar strjúka rakan reit, rósir Ijúka upp augum. Árdags gestir koma á kreik, kvak á flestra tungu. Vorsins besta Ijóða-leik, lóa og þrestir sungu. Kom til R-vfkur í fvrsta sinn. Skríllinn orgar alstaðar, út um torg og strœti. Gjörvöll borgin bergmálar, bceði sorg og kœti. Á Þingvöllum. Hér var áður Alþing háð, örlög smáð og brotin. Nú er máð öll drengskapsdáð dyggðin ráða-þrotin. Fegurð háa hér má sjá, hrauns við gráa karminn. Fellur bláhvít Öxará, ofan gjáar-barminn. Kristinn Bjarnason, Borgarholti. Logi þrítugur__________________________ Hestamannafélagið Logi er 30 ára um þessar mundir. Afmælishátíð var haldin 11. mars. Þar var lambakjöt á borðum, skemmtiatriði og dans. Samkomuna sótti nokkuð á þriðja hundrað manns. Aðal forgöngumaður um stofnun félagsins og fyrsti formaður þess var Guðmundur Óli Ólafsson, sóknarprestur. Af þessu tilefni birtum við hér lítið ljóð, sem var hluti af leikþætti eftir hann á árshátíð einhverntíma á fyrstu árum félagsins. A.K. Til Loga. Hœgur leikur blœrinn við lokkinn þinn, léttur hjalarfótur við grund. Sindrar auga þitt, svellur hjarta mitt. Saman eigum við þessa stund. Hœgur leikur blœrinn við lokkinn þinn, lœðast horfnar myndir um svið. Oft við lékurm hér allt þitt gafstu mér, annanfestir ei tryggðir við. Ennþá logar brjóst þitt af œskuþrá, ólgar lund þín djörfvið hvert spor. Brennur augað skœrt, blikar himintœrt, býr í sál þinni eilíft vor. G.Ól.Ól. Litli Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.