Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 9
eftir Einar Gíslason frá Kjarnholtum. Það mun hafa verið 18. ágúst 1987 í sláttulok að þau heiðurshjón Olafur og Drífa á T orfastöðum fóru í ferðalag með alltsittheimilisfólk. Einnigvoru hjón úr Laugarási, Guðni og Inga og ég sem þessar línur skrifa, EinarGíslason 83jaáraogyngsta 2ja ára. Allt var þetta 19 manns með 30 hesta og bíl sem aftan í var stór kerra sem í var allur útbúnaður og matföng, bæði í menn og hesta. Mikið af graskögglum og heyi því allt graslendi var uppétið af ferðahestum. Nú var haldið upp með Hlíðum og svolítill stans var við Geysi. Síðan héldu allir upp að gamla Haukadal og þaðan norður úr túninu og fram hjá eyðibýlinu Tortu að vaðinu á Beiná. Þar skiptust leiðir. Það sem fór á hestum fór inn úr þjóðgarði og í skála Ferðafélagsins við Hagavatn þar sem var ákveðið að gista fyrstu nóttina. Drífa tók aðséraðkeyrabílinn. Þávarðað snúa við því ekki var um annað að gera en að halda sig á veginum með bílinn. Eg var í bílnum og fjögur yngstu bömin og tvö eldri. Nú kom heldur töf á hjá okkur því rétt við Gullfoss fór í sundur öxullinn í kerrunni. Þá var farið niður í Brattholt og hringt í Gísla og fengin kerra sem við urðum að sækja í Kjarnholt. Svo varð að færa á milli og var það engin léttavara og erfiðust var matarkistan. Það reyndi á Drífu því ekki var beisið hjálparliðið. Nú gekk allt vel hjá okkur út í Einifellssæluhús þar sem tekið var á móti okkur opnum örmum og losað í snatri úr kerrunni. Matföng borin í hús og hestunum gefið hey og graskögglar í girðingu við hesthúsið, en ekki látnir inn því veður var svo gott. Nú tóku konur til við matreiðsluna og eftir smástund var kominn ljúffengur og góður matur á borð. Veður var dásamlega gott svo við löbbuðum um úti við. Þama blasir við glj úfrið og fossinn sem myndaðist þegar Hagavatn ruddist fram í Farið og hér var margt tilkomumikið að sjá, en ég er ekki nógu kunnugur hér til að geta gefið nákvæma lýsingu af því. Þetta vom ekki mínar smalaslóðir, þærvoruinnámilli jöklaáKili. Ymistmeðsunnan- eða norðanmönnum er ég hef áður lítillega skrifað um. Við áttum þama hljóðláta og góða nótt. Vöknuðum snemma um morguninn, gáfum hestunum og vötnuðum. Konumar fóm að hugsa um matreiðslu og fljótlega varkominn veislumatur á borðin sem við þeir eldri gerðum góð skil, en blessuðu bömin vom heldur lystarlítil. Nú var að taka saman dót sitt og drífa sig af stað og við riðum greitt austur Sultarkrika við Sandá og stoppuðum þar í um klukkutíma. Þar var dálítil hagasnöp utan girðingar. Nú var haldið inn til fjalla í sól og blíðu. Aðeins hægðum við á okkur og litum yfir af Kattarhrygg. Þar vestur af er allmikið graslendi sem að Landgræðslan og Biskups- tungnahreppur hafa grætt upp úr örfoka landi. Ekki veit ég hvað þetta eru margir hektarar en þetta er orðið mikið grasflæmi. Nú var haldið undan brekku norður í Brunnalæki, sem er uppsprettulækur sem rennur í Hvítá. í honum er að ég held besta vatn sem ég hef dmkkið. Nú var haldið áffam inn fyrir Grjótá og stoppað smástund á grasflónni fyrir neðan grenið. Lítið varð úr stoppi þar því þar varalltuppnagað. Núvarhaldið inn úr Skálum og norður Bláfellsháls og stoppað aðeins við vörðuna norðan í Hálsinum. Þar opnaðist nýr heimur. Geldingafell er hér skammt vestur af á vinstri hönd. Svo er norðurundan Hvítárvatn, Hvítámesið, Skriðufell, Karls- dráttur og Hrefnubúðir. Niður að Hvítárbrú var haldið og hrossin sett þar í girðingu, sem var girt fyrir fjallhesta, en nú er hún uppétin af ferða-hestum. Drífa dreif þama í okkur mat og drykk. Svo var haldið þama yfir Hvítárbrú og inn í Hvítámes að sæluhúsi Ferðafélagsins þar sem við gistum um nóttina. Gáfum hestunum mikið hey og grasköggla því enginn var haginn. Allt uppnagað. Þegar við höfðum borðað allslags góðgæti lögðumst við til svefns og ekki heyrði ég annars getið en að allir hefðu sofið vært og að draugsi hefði lítið látið á sér bæra. Um morguninn var sól og blíða og við hópuðumst öll saman vestan við húsið og virtum fyrir okkur náttúrufegurðina og ég fræddi um það helsta sem ég vissi. Skriðufell var í vestri og norðan við það fellur skriðjökullinnniðurívatnið. Þar norður af er kvos undir hraunbrún Leggjarbrjóts og jökulsins sem heitirKarlsdráttur. Þarausturaf fellur Fróðá, sem er bergvatnsá, niður í vatn, kemur úr innri Fróðárdal, þar austur af koma Litli Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.